A A A

Spennandi tćkifćri til náms

Menntastoðir - eitthvað fyrir þig?


Einstakt tækifæri er NÚNA til að hefja nám að nýju sem er undirbúningur fyrir frumgreinanám/háskólanám eða til að hefja framhaldsskólagöngu en skv. ákvörðun Menntamálaráðuneytis má meta námið til allt að 50 eininga á framhaldsskólastigi (sjá:http://frae.is/namsskrar/menntastodir/). Námið kostar aðeins kr. 25.000.- og er hægt að sækja um námsstyrk til Vinnumálastofnunar (atvinnuleitendur með bótarétt) og/eða stéttarfélags vegna þess kostnaðar.

Menntastoðir er 660 kennslustunda nám ætlað þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára, hafa ekki lokið stúdentsprófi en stefna á nám við frumgreinadeild háskóla og háskólanám.  Þá er námið metið sem fullnægjandi undirbúningur undir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og Háskólans í Reykjavík.

Kenndar eru eftirtaldar greinar:

  • Kynning, mat og námstækni - 50 kennslustundir
  • Íslenska - 130 kennslustundir
  • Erlend tungumál (enska og danska) - 180 kennslustundir
  • Stærðfræði - 185 kennslustundir
  • Bókfærsla - 60 kennslustundir
  • Tölvu- og upplýsingatækni - 50 kennslustundir
  • Mat á námi og námsleið - 5 kennslustundir

Kennsluhættir Menntastoða miðast við þarfir fullorðinna nemenda og leitast er við að veita nemendum góða þjónustu.

Dreifnámið tekur tvær annir og kennt er tvo virka daga í viku (seinnipart) og annan hvern laugardag, í samráði við nemendur. Nemendur mega gera ráð fyrir heimavinna á milli tíma. Námsmat í Menntastoðum tekur mið af mætingu (að lágmarki 80% mæting), virkni í tímum, verkefnavinnu og prófum.

Fyrirhugað er að hefja námið haustið 2013 og því ljúki á vordögum 2014 og ættu allir Vestfirðingar að geta stundað námið þar sem um er að ræða dreifnám.

Hér er hægt að sjá kynningarmyndband um námið. Menntastoðir

Menntamálaráðuneytið hefur veitt aukafjármagn til að kenna þessa námsskrá, en verðið á henni á að vera 123.000 kr. Viðbótarfjármagnið er eingöngu til verkefna sem hefjast á haustönn 2013, en verkefnin mega ná yfir á næsta ár.

Umsókn og upplýsingar um námið er á :
http://www.frmst.is/index.php/namskeid/texti/menntastoir_dreifnam/          
eða í síma Fræðslumiðstöðvar s: 456 5025

Reynt verður að styðja nemendur eins og kostur er í náminu af hálfu Fræðslumiðstöðvar enda vilji til að hækka menntastig á svæðinu.

Er ekki kominn tími til að skella sér í skóla!

Menntun er máttur!

« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  
Nćstu atburđir
Vefumsjón