Spjaldtölvur hafa gefist vel í Tálknafjarðarskóla
„Þetta gengur einfaldlega stórkostlega. Að mínu mati eru þetta stórkostlegustu kennslutæki sem völ er á,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir skólastjóri Tálknafjarðarskóla, en allir nemendur á mið- og efsta stigi í skólanum styðjast við Ipad spjaldtölvurnar frá Apple í námi sínu. Verkefnið var styrkt af þróunarsjóði Hjallastefnunnar. „Þetta nýtist okkur sérstaklega vel í tungumálakennslu og stærðfræði og þróunin í hönnun smáforrita er mjög hröð. Því miður hefur þróun íslenskra kennsluforrita ekki verið eins hröð en vonandi verður bætt úr því,“ segir Margrét.
Á dögunum bauð skólinn foreldrum barnanna í heimsókn í skólann til að sýna þeim hvernig spjaldtölvurnar nýtast í skólastarfinu. „Nú sjá þau hvað námið getur verið skemmtilegt,“ segir Margrét.
Frétt tekin af: bb.is
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 595. fundur 11. ágúst 2022
- Sveitarstjórn | 594. fundur 30. júní 2022
- Sveitarstjórn | 593. fundur 23. júní 2022
- Sveitarstjórn | 592. fundur 2. júní 2022
- Sveitarstjórn | 591. fundur 12. maí 2022
- Sjá allar fundargerðir