A A A

Stærsta hús á Vestfjörðum að rísa í fjarðarbotni Tálknafjarðarhrepps

Góður gang­ur er í fram­kvæmd­um við nýju elds­stöðina, sem er fyr­ir botni Tálkna­fjarðar. Í daln­um ofan við bygg­ing­una er veg­ur­inn til Bíldu­dals. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
Góður gang­ur er í fram­kvæmd­um við nýju elds­stöðina, sem er fyr­ir botni Tálkna­fjarðar. Í daln­um ofan við bygg­ing­una er veg­ur­inn til Bíldu­dals. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Ágæt­ur gang­ur er í fram­kvæmd­um við bygg­ingu nýrr­ar seiðaeld­is­stöðvar Arctic Fish fyr­ir botni Tálkna­fjarðar. Alls vinna 14 iðnaðar­menn við að reisa bygg­ing­arn­ar, það er þrjá 3.700 fer­metra skála sem hver og einn hýs­ir átta 350 rúm­metra ker.
 

Ein bygg­ing­anna þriggja er þegar til­bú­in og starf­semi þar haf­in, burðar­virki annarr­ar er komið og sökkl­ar að þeirri þriðju. Að lok­um verður reist­ur tengigang­ur milli þess­ara þriggja húsa sem sam­an­lagt verða um rösk­lega 11.000 fer­metr­ar og þar með stærsta bygg­ing á Vest­fjörðum, að talið er.
 

Í dag fara um 500 þúsund eld­is­fisk­ar á ári frá Tálkna­fjarðar­stöð Arctic Fish, en eldi frá hrogn­um í 300 gramma stærð er eins árs ferli.

Hér má skoða greinina úr Morgunblaðinu. (.pdf)

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón