A A A

Starf verkefnastjóra á byggðaþróunardeild

Fjórðungssamband Vestfirðinga auglýsir eftir verkefnastjóra til starfa við Byggðaþróunardeild FV með staðsetningu á Vestfjörðum. Byggðaþróunardeild er hluti af sameiginlegri starfsemi sveitarfélaga á Vestfjörðum, sem hefur að markmiði að efla samfélög og atvinnulíf og verndun umhverfis á Vestfjörðum. Á döfinni eru spennandi verkefni þar sem unnið er að öllum framangreindum þáttum í samstarfi við sveitarfélög og aðila í stoðkerfi atvinnu og byggðaþróunar.

 

Fjórðungssambandið er að leita að starfsmanni sem hefur frumkvæði og aðlögunarhæfni að síbreytilegum aðstæðum og fjölbreyttum verkefnum. Mikilvægt er að starfsmaðurinn geti unnið vel innan liðs ásamt því að vera sjálfstæður í verkefnum sínum þegar þörf er á.

 

Yfirmaður verkefnisstjóra er framkvæmdastjóri en með í liði eru menningarfulltrúi og markaðsfulltrúi auk mikils samstarfs við starfsmenn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (Atvest). Starfsmenn FV og Atvest vinna á þrem starfsstöðvum á Vestfjörðum þ.e. á Hólmavík, Ísafirði og Patreksfirði.

 

Starf verkefnastjóra verða meðal annars:

  • Sóknaráætlun landshluta, vinna með samráðsvettvangi og framkvæmdaráði sóknaráætlunar
  • WaterTrail, þróunarverkefni með Avest, landshlutasamtökum og ferðaþjónum í Norðvesturkjördæmi.
  • Umhverfisvottun sveitarfélaga á Vestfjörðum
  • Skipulagsmál, þróun strandsvæðaskipulags og svæðisskipulags á Vestfjörðum
  • Vinna með framkvæmdastjóra, nefndum og starfshópum FV
  • Umsjón með heimasíðu

Hæfniskröfur – skilyrði:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

 Hæfniskröfur – æskilegt:

  • Reynsla úr stjórnsýslu sveitarfélaga og ríkisins
  • Reynsla af verkefnastjórnun

 

Æskilegast er að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst.

 

Umsóknargögn, vinsamlegast skilið inn: 

  • Kynningarbréfi þar sem  í stuttu og kjarnyrtu máli er gert grein fyrir kostum umsækjanda sem nýtast í starfinu (ekki lengra en 2 A4 síður í 10 punkta letri)
  • Starfsferilskrá  (CV) sem er ekki lengri en 2 A4 síður í 10 punkta letri
  • Skannað afrit af prófskírteini/prófskírteinum
  • Tvö meðmælabréf úr síðustu störfum, ef nýlokið námi þá meðmælabréf frá leiðbeinanda í lokaritgerð
  • Námsferilskrá

 

Laun munu taka mið af kjarasamningum BHM við kjaranefnd sveitarfélaga.

 

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Aðalsteinn Óskarsson, í síma 450 3001 og 862 6092. Umsóknir og önnur gögn óskast send fyrir 18. júní 2013 á adalsteinn@vestfirdir.is.

www.vestfirdir.is

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón