Starfsnám á unglingastigi
Í Tálknafjarðarskóla hefur nú verið tekið upp á þeirri nýjung að bjóða uppá starfsnám á unglingastigi á vorönn. Starfsnámið fellur undir valgreinar en nemendur hafa til þess tvær klst á hverjum miðvikudegi út vorönn í skipulagt starfsnám. Hugmyndin kviknaði eftir góðan og innihaldsríkan samráðsfund sem skólastjóri kallaði til undir heitinu Óskaskólinn okkar. Á þeim fundi var kallað eftir hugmyndum bæjarbúa Tálknafjarðar um skólalóðina, sérstök verkefni og tengingu við atvinnulífið. Í kjölfar fundarins leitaði skólastjóri til fyrirtækja á Tálknafirði um hvort það væri áhugi og vilji til þess að taka við starfsnámsnemum frá grunnskólanum á vorönn 2020. Níu fyrirtæki urðu við þeirri beiðni og voru spennt að taka við starfsnámsnemunum, þau fyrirtæki sem urðu við beiðni okkar voru TV-Verk, Hópið, Allt í járnum, Leikskóladeild Tálknafjarðarskóla, Tungusilungur, Sjótækni, Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar, Bæjarvík og Hjá Jóhönnu.
Nemendur völdu sex fyrirtæki sem þau höfðu áhuga á að kynnast nánar og eru nú búin með fyrstu vikuna á vettvangi en þau fá þrjár vikur hjá hverju fyrirtæki sem þau völdu. Allir nemendur fóru mjög spenntir á vettvang og hlakka til komandi vikna. Við þökkum fyrirtækjunum fyrir að taka vel á móti okkur og að taka þátt í verkefninu. Þetta verður vonandi að verkefni sem kemur til með að vera.
Sjá nánar á heimasíðu Tálknafjarðarskóla.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 11. fundur 5. september 2023
- Sveitarstjórn | 618. fundur 11. september 2023
- Sveitarstjórn | 617. fundur 22. ágúst 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 10. fundur 16. ágúst 2023
- Skipulagsnefnd | 11. fundur 15. ágúst 2023
- Sjá allar fundargerðir