A A A

Stóri plokkdagurinn 2021 laugardaginn 24. apríl

Stóri plokkdagurinn 2021 verður haldinn laugardaginn 24. apríl. Tálknfirðingar munu hittast á Lækjartorgi við hliðina á búðinni kl. 13:00 og skipta sér niður á svæði til að plokka. Gert er ráð fyrir að plokkinu verði lokið rétt fyrir kl. 15:00 og verður endað með því að bjóða upp á köku og kaffi eða djús.
 
Það eru Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla og Tálknafjarðarhreppur sem standa að plokkdeginum í sameiningu og í þetta skiptið munu sjálfboðaliðar á vegum Veraldarvina leggja Tálknfirðingum lið í plokkinu. Það að plokka er frábært tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki.
 
Að sjálfsögðu verður farið eftir fyrirmælum vegna Covid-19 á plokkdeginum. Til dæmis geta fjölskyldur sameinast um svæði til að plokka á og öll þurfa að vera meðvituð um að virða þær sóttvarnarreglur sem gilda. Þá er mikilvægt að klæða sig eftir veðri.
 
Laugardaginn 24. apríl verða Gámavellir jafnframt opnir milli kl. 15:00 og 17:00. Það er því kjörið, bæði fyrir íbúa og fyrirtæki, að nýta tækifærið og hreinsa sitt nánast umhverfi og losa sig við dót og drasl sem hefur safnaðst upp í vetur. Sameinumst um að hafa Tálknafjörð til fyrirmyndar í snyrtimennsku og sýnum umhverfi okkar og náttúru virðingu í leiðinni.

      Grænafánanefnd Tálknafjarðarskóla og Tálknafjarðarheppur

 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón