Stóri plokkdagurinn 2022 sunnudaginn 24. apríl
Stóri plokkdagurinn 2022 verður haldinn sunnudaginn 24. apríl. Tálknfirðingar munu hittast á Lækjartorgi við hliðina á búðinni kl. 13:00 og skipta sér niður á svæði til að plokka. Gert er ráð fyrir að plokkinu verði lokið rétt fyrir kl. 15:00 og verður endað með því að bjóða upp á köku og kaffi eða djús.
Það eru Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla og Tálknafjarðarhreppur sem standa að plokkdeginum í sameiningu. Það að plokka er frábært tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki.
Sameinumst um að hafa Tálknafjörð til fyrirmyndar í snyrtimennsku og sýnum umhverfi okkar og náttúru virðingu í leiðinni.
Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla og Tálknafjarðarhreppur
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Skipulagsnefnd | 12. fundur 19. september 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 43. fundur 13. september 2023
- Fræðslunefnd | 12. fundur 13. september 2023
- Sveitarstjórn | 619. fundur 26. september 2023
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 11. fundur 5. september 2023
- Sjá allar fundargerðir