A A A

Strandsvæðisskipulag Vestfjarða 2022

Fyrir liggur tillaga að Strandsvæðisskipulagi Vestfjarða 2022 sem kynnt er samkvæmt 12. gr. laga um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88/2018.
 

Í skipulagstillögunni er sett fram stefna um nýtingu svæðis sem nær yfir firði og flóa frá Bjargtöngum í suðri að Straumnesi í norðri. Nú stendur Skipulagsstofnun fyrir kynningarfundum um skipulagstillöguna, sem verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

  • Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal, 22. júní nk. kl. 12:00-13:30

  • Félagsheimilinu Bolungarvík, 22. júní nk. kl. 16:30-18:00

  • Hnyðju í Þróunarsetrinu á Hólmavík, 23. júní nk. kl. 16:30-18:00

Öll sem hafa áhuga eru hvött til að koma og kynna sér tillöguna og taka þátt í umræðum.
 

Skipulagstillöguna ásamt frekari upplýsingum um kynningartíma og frest til að koma að athugasemdum er aðgengileg á www.hafskipulag.is og liggur jafnframt frammi hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík og á skrifstofum Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps, Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar, Súðavíkurhrepps og Strandabyggðar.
 

Svæðisráð Vestfjarða

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón