Sumarstarf á Bíldudal
Náttúrustofa Vestfjarða á Bíldudal auglýsir eina lausa stöðu í sumar fyrir nema.
Viðkomandi þarf að vera í námi eða á milli námsstiga, hafa áhuga á náttúrustörfum, vera skipulagður og hress.
Starfið felst að mestu í sýnatökum og úrvinnslu sýna vegna fisk- og kræklingaeldis.
Ráðið er í stöðuna í 2 mán í sumar, ca. 1. júní – 31. júlí 2012.
Í umsókn þurfa að koma fram upplýsingar um aldur, menntun, stöðu í námi og fyrri störf. Æskilegt er að láta fylgja 2 nöfn meðmælanda fyrri starfa.
Öllum umsóknum verður svarað fyrir 24. maí.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Þorleifur Eiríksson forstöðumaður í s. 456 7005 / the@nave.is eða Eva Dögg Jóhannesdóttir í s. 456 4105 / evadogg@nave.is
Umsóknir og ferilskrá sendist í tölvupósti á the@nave.is eða evadogg@nave.is eða bréflega merkt „Sumarstarf – Bíldudal“ Náttúrustofa Vestfjarða, Aðalstræti 21, 415 Bolungarvík.
Umsóknir þurfa að berast Náttúrustofunni í síðasta lagi föstudaginn 18. maí.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 13. fundur 21. nóvember 2023
- Skipulagsnefnd | 14. fundur 21. nóv 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 11. fundur 23. nóvember 2023
- Sveitarstjórn | 623. fundur 28. nóvember 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 45. fundur 8. nóvember 2023
- Sjá allar fundargerðir