Sumarstarf í Íþróttamiðstöðinni
Íþróttamiðstöðin á Tálknafirði auglýsir eftir sundlaugarvörðum í sumarsstörf.
Æskilegt er að geta hafið störf 25. maí n.k. og er ráðningartími til 15. ágúst n.k.
Leitað er að einstaklingum með góða þjónustulund og getu til að sýna frumkvæði í starfi. Kunnátta í a.m.k. einu tungumáli auk íslensku er kostur.
Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára og þurfa að standast hæfnispróf sundstaða.
Störf sundlaugavarða felast í almennri afgreiðslu og þrifum auk eftirlits með sundlaug og íþróttahúsi.
Unnið er á vöktum: dag, kvöld og helgar.
Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Skylt er að afla upplýsinga úr sakaskrá samkvæmt 4. málsgrein 10. greinar æskulýðslaga nr. 70/2007 áður en fólk er ráðið til starfa í Íþróttamiðstöð.
Allar nánari upplýsingar veitir Bjarnveig Guðbrandsdóttir forstöðumaður í síma 846-4713 eða sundlaug@talknafjordur.is
Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og skila skal umsóknum á netfangið sundlaug@talknafjordur.is.
Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 26. mars 2023.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 11. fundur 5. september 2023
- Sveitarstjórn | 618. fundur 11. september 2023
- Sveitarstjórn | 617. fundur 22. ágúst 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 10. fundur 16. ágúst 2023
- Skipulagsnefnd | 11. fundur 15. ágúst 2023
- Sjá allar fundargerðir