Sveitarstjórnarmenn fagna samkomulagi
Sveitarstjórnarmenn í Tálknafirði fagna heils hugar samkomulagi Vegagerðarinnar og landeigenda Grafar í Þorskafirði um vegalagningu í Gufudalssveit. Með þessu samkomulagi hillir undir að þessu áratugagamla baráttumáli ljúki og að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum og aðrir landsmenn fái löngu tímabærar vegabætur á þessum vegkafla um Gufudalssveitina. Þessi samningur er afar ánægjulegur áfangi í þeirri baráttu að samgöngur á Vestfjörðum verði bættar þannig að tenging við aðra landshluta og innan landshlutans sé í samræmi við umferðar- og öryggiskröfur nútímans.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Íþrótta-, menningar- og æskulýðsnefnd | 11. fundur 5. september 2023
- Sveitarstjórn | 618. fundur 11. september 2023
- Sveitarstjórn | 617. fundur 22. ágúst 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 10. fundur 16. ágúst 2023
- Skipulagsnefnd | 11. fundur 15. ágúst 2023
- Sjá allar fundargerðir