Sýslumaðurinn á Vestfjörðum: Breytt tilhögun þjónustu vegna COVID-19 á aðalskrifstofu, Patreksfirði
Í ljósi aðstæðna hefur Sýslumaðurinn á Vestfjörðum gripið til ráðstafana til að halda áfram að veita íbúum umdæmisins þá mikilvægu þjónustu sem embættinu er falið lögum samkvæmt, með það að leiðarljósi að lágmarka áhættu fyrir starfsfólk og viðskiptavini.
Aðgengi að skrifstofu embættisins á Patreksfirði verður takmarkað. Skrifstofan verður lokuð öðrum en starfsmönnum frá og með miðvikudeginum 25. mars þar til annað verður ákveðið.
Viðskiptavinir eru beðnir um að hafa samband við embættið símleiðis (s. 458 2400) eða nota tölvupóst (vestfirdir@syslumenn.is)
Sjá nánar í tilkynningu Sýslumanns (.pdf)
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Fræðslunefnd | 10. fundur 11. maí 2023
- Skipulagsnefnd | 9. fundur 16. maí 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 9. fundur 17. maí 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 42. fundur 10. maí 2023
- Sveitarstjórn | 613. fundur 23. maí 2023
- Sjá allar fundargerðir