A A A

Takmarkanir á skólastarfi

Nú er orðið ljóst samkvæmt nýjustu upplýsingum um hertar sóttvarnaraðgerðir vegna Covid sem tóku gildi á miðnætti 24. mars að það verður enginn grunnskóli í dag, fimmtudag og föstudag.

Nemendur grunnskóla eru því komnir páskafrí. Næstu upplýsingar er varða skólastarf í skólum eiga að berast 1. apríl næstkomandi og munum við senda út tilkynningu um leið og nýjar reglur verða kynntar.

Leikskóli verður áfram opinn og mun starfsfólk skólans gera sitt besta að sem minnst röskun verði á starfi.

 

Áríðandi tilkynning vegna leikskólastarfs:

Stjórnendur Tálknafjarðarhrepps og stjórnendur Tálknafjarðarskóla vilja koma eftirfarandi á framfæri í kjölfar ákvarðana um hertar samkomutakmarkanir vegna Covid.

Hafi foreldrar/forráðamenn tök á að hafa börn sín heima í stað þess að þau séu í leikskólanum þá er óskað eftir því að deildarstjóra leikskóla sé tilkynnt sú ákvörðun sem fyrst. 

 

Fólk er hvatt til að fylgjast vel með heimasíðu Tálknafjarðarhrepps og Tálknafjarðarskóla ásamt tölvupósti vegna nýrra tilkynninga sem geta borist vegna takmarkanna.

 

Stjórnendur Tálknafjarðarhrepps og stjórnendur Tálknafjarðarskóla


« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón