A A A

Tálknafjarðarhreppur óskar eftir að ráða sveitarstjóra til starfa

Leitað er að jákvæðum, heiðarlegum og kraftmiklum einstaklingi sem er reiðubúinn til að leggja sig allan fram í krefjandi starf. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri reynslu af því að starfa með fólki og hafa brennandi áhuga á að ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf líka að eiga auðvelt með samskipti fyrir hönd sveitarfélagsins og að vera talsmaður þess, hvort sem er í samskiptum við opinbera stjórnsýslu, viðskiptavini, íbúa eða fjölmiðla.
 

Starfsvið:

  • Sveitarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og sér um framkvæmd ákvarðana sem teknar eru af sveitarstjórn.

  • Sveitarstjóri undirbýr og situr fundi sveitarstjórnar og hefur þar málfrelsi og tillögurétt.

  • Sveitarstjóri hefur yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

  • Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og fjármálum.

  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og sveitastjórnarmálum er æskileg.

  • Þekking og reynsla af stefnumótun er kostur.

  • Framúrskarandi leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum.

  • Góðir skipulagshæfileikar og metnaður til árangurs.

  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2018.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
 
Umsóknum skal skilað til ráðningarstofu Capacent. Sjá auglýsingu á capacent.is

 


 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón