A A A

Tálknafjarðarskóli auglýsir lausar stöður skólaliða og stundakennara

Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþróttaálfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann allan af skipulögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og ferðaþjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri.
 

Í Tálknafjarðarskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður:

Staða stundakennara (15% starfshlutfall). Stærðfræðikennsla

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla

  • Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum

  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

  • Reglusemi og samviskusemi

  • Hefur hreint sakarvottorð

Staða skólaliða með stuðning (68% starf). Fjölbreytt og skemmtileg störf sem fela í sér almennan stuðning og gæslu.

Hæfniskröfur:

  • Metnaður til að vinna með fjölbreytilegan hóp nemenda

  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

  • Reglusemi og samviskusemi

  • Hefur hreint sakarvottorð


Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin. Umsóknarfrestur er til og með 25. desember 2019.

Ráðið verður í stöðurnar frá 1. janúar 2020.

Upplýsingar gefur Birna Hannesdóttir skólastjóri í síma 456-2537

Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið skolastjori@talknafjordur.is

og verður móttaka umsókna staðfest.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón