A A A

Tálknafjarðarskóli auglýsir lausar stöður við skólann

Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. Í skólanum fer fram öflugt og framsækið skólastarf þar sem lögð er áhersla á að koma til móts við hvern og einn nemanda. Skólinn er öflugur grænfánaskóli, heilsueflandi skóli og UNESCO skóli.
 

Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþróttaálfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann allan af skipulögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og ferðaþjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri.
 

Tálknafjarðarskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmönnum með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi. Í Tálknafjarðarskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður:
 

Leikskólastig:

Tvær stöður leikskólakennara (100% starfshlutfall) 

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í leikskóla

  • Reynsla af kennslu á leikskólastigi

  • Góð íslenskukunnátta

  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum

  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum

  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð

  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum

 

Grunnskólastig:

Afleysingarstaða umsjónarkennara á mið- og elsta stigi grunnskóla til eins árs (100% starfshlutfall)

Kennari í list-og verkgreinum grunnskóla (50-100% starfshlutfall)

Stundakennari í stærðfræði/raungreinum/náttúrugreinum

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla

  • Reynsla af kennslu á grunnskólastigi

  • Færni í að vinna í teymi og að fjölbreyttum verkefnum

  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum

  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð

  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum

 

Leik- og grunnskólastig:

Staða leikskóla/skólaliða á leik- og grunnskólastigi (50% starfshlutfall)

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Að sinna gæslu barna á leik- og grunnskólaaldri

  • Aðstoða nemendur í leik og starfi og leiðbeina þeim í samskiptum

  • Vinna í eldhúsi í leik- og grunnskóla ss. undirbúningur og framreiðsla í matar- og kaffitímum, uppvask og frágangur

  • Að sinna öðrum verkum sem yfirmaður felur

Staða leikskóla/skólaliða með ræstingu á leik- og grunnskólastigi (50-100% starfshlutfall)

Helstu verkefni og ábyrgð 

  • Að sinna gæslu barna á leik- og grunnskólaaldri

  • Aðstoða nemendur í leik og starfi og leiðbeina þeim í samskiptum

  • Starfar við lengda viðveru

  • Sér um ræstingu á skólahúsnæði

  • Að sinna öðrum verkum sem yfirmaður felur

 

Menntunar- og hæfniskröfur leikskóla/skólaliða:

  • Nám fyrir leikskólaliða eða skólaliða er æskileg

  • Reynsla af starfi með börnum

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki í starfi

  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum

  • Góð íslenskukunnátta

 

Iðjuþjálfi á leik- og grunnskólastigi (50-100% starfshlutfall)

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinna með nemendum sem búa við margvísleg fjölþætt vandamál

  • Gerð einstaklings- og hópáætlana fyrir nemendur og eftirfylgd með þeim

  • Starfar í teymi með foreldum og kennurum

  • Skipuleggur starf með nemanda í samráði við umsjónarkennara/leikskólakennara

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar eða iðjuþjálfunar og starfsleyfi sem slíkur

  • Reynsla af starfi með börnum og unglingum með margvíslegan vanda

  • Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi

  • Faglegur metnaður

  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi

  • Reynsla af teymisvinnu kostur

 

Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.
 

Umsókn um starf skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi ef við á, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila.
 

Umsókn sendist á skolastjori@talknafjordur.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
 

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Fáist ekki menntaður kennara í stöðu sem auglýst er, er heimilt að ráða annan í stöðuna og ræður hæfni umsækjanda þar um. Önnur uppeldismenntun og/eða reynsla er þá metin. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2022.
 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóri, í síma 456-2537, netfang: skolastjori@talknafjordur.is
 

Umsóknarfrestur er til og með 19.04 2022

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón