A A A

Tálknafjörður - Mekka fiskeldis á Íslandi?

1 af 4

Ný útgáfa af Fiskeldisfréttum.

Allt frá árinu 2009 hafa Fiskeldisfréttir verið gefnar út og þá sem hluti af Sjávarútvegurinn – vefrit um sjávarútvegsmál. Fiskeldisfréttir hafa verið gefnar út fjórum sinnum á ári eða alls12 sinnum. Fiskeldisfréttir verða framvegis gefnar út sem sérstakt vefrit, sex sinnum á ári eða á tveggja mánaðar fresti.


Meðal efnis í Fiskeldisfréttum að þessu sinni er:

  • Ný útgáfa af Fiskeldisfréttum
  • Góð tölfræði í norsku fiskeldi
  • Sjávarklasinn
  • Á döfinni: Framkvæmdir og áform í íslensku fiskeldi
  • Tálknafjörður—Mekka fiskeldis á Íslandi?

    Tímaritið er að finna á slóðinni: www.sjavarutvegur.is/teng/Fiskeldisfrettir.htm



Tálknafjörður - Mekka fiskeldis á Íslandi?

 

Í Tálknafirði eru margar fiskeldisstöðvar í rekstri og þar má nefna:

  • Fjarðarlax með laxeldi í sjókvíum
  • Tungusilungur, með bleikju– og regnbogasilungseldi á þremur starfsstöðvum á landi og er jafnframt með fullvinnslu.
  • Bæjarvík með landeldisstöð þar sem stundað er matfiskeldi á bleikju.
  • Dýrfiskur með framleiðslu á regnbogasilungsseiðum.
  • BA 337 með áframeldi á þorski í sjókvíum.
  • Nýskel með kræklingarækt.

Jafnframt má nefna fiskeldisstöð á Sveinseyrir sem hét áður Sveinseyrarlax. Sú stöð hefur ekki verið í notkun lengi en allnokkrir hafa áhuga að byrja þar með fiskeldi.

 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón