Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti
Við viljum vekja athygli á að heimasíðan Gegneinelti .is hefur verið endurbætt. Meðal annars hefur undirskriftakerfi síðunnar verið einfaldað til muna þannig að mjög einfalt er fyrir alla, jafnt unga sem aldna, að undirrita þjóðarsáttmálann um baráttu gegn einelti. Við hvetjum fólk eindregið til þess að skrifa undir sáttmálann og sýna þar með hug sinn í verki gagnvart því samfélagslega vandamáli sem einelti er. Á síðunni eru stuttar fréttir og ýmis fróðleikur sem tengist málefninu.
Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti þætti vænt um að fá fréttir af vettvangi um vel heppnuð verkefni í baráttunni gegn einelti. Efnið þarf ekki að einskorðast við texta því myndir, myndbönd, heimasíður o.fl í þeim dúr eru dæmi um efni sem ætti erindi inn á síðuna.
Efni má senda á póstfangið arni.gudmundsson@mrn.is
Þann 8. nóvember 2011 var sáttmálinn undirritaður við athöfn í Höfða. Afrit að sáttmálanum má nálgast hér:
- Sáttmáli undirritaður af ráðherrum, borgarstjóra og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Sáttmáli undirritaður af ráðherrum, borgarstjóra, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúum félag og samtaka
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 571. fundur 8. apríl 2021
- Byggingar-,skipulags- og umhverfisnefnd | 52. fundur 4. mars 2021
- Fræðslu-,menningar-,íþrótta-, æskulýðsnefnd | 42. fundur 8. mars 2021
- Sveitarstjórn | 570. fundur 11. mars 2021
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 28. fundur 11. febrúar 2021
- Sjá allar fundargerðir