Til hunda- og kattaeigenda á Tálknafirði
Þriðjudaginn 26.júní n.k. verður Sigríður Inga dýralæknir stödd hér á Tálknafirði m.a. til að framkvæma hunda- og kattahreinsun. Sigríður verður með aðstöðu í skúrnum við Móberg frá kl. 12:00 – 14:00
Innifalið í leyfisgjöldum er hreinsun og ábyrgðartrygging, óski fólk eftir bólusetningu eða annarri meðferð þarf að panta fyrirfram í síma 861-4568 . Eigendur dýra þurfa að greiða sérstaklega fyrir þá þjónustu og vakin er athygli á að ekki er tekið við kortum.
Vakin er athygli á því að vanræki eigendur dýra þessa skyldu sína er það skýlaust brot á samþykktum um hunda og kattahald í Tálknafjarðarhreppi.
Eigendum óskráðra dýra er bent á að kynna sérsamþykktir og gjaldskrár um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.
Gjaldskra fyrir kattahald
Gjaldskrá fyrir hundahald
Þá er sérstök athygli vakin á eftirfarandi málsgrein :
„Skrá á dýr sín innan þriggja mánaða frá því að þau koma inn á heimilið. Þeir sem hafa vanrækt þessa skyldu sína er bent á að skrá dýr sín strax, að öðrum kosti að eiga á hættu að dýrin verði fjarlægð eins og samþykktir kveða á um.“
Oddviti
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 591. fundur 12. maí 2022
- Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar | 64. fundur 3. maí 2022
- Fræðslu-,menningar-,íþrótta-, æskulýðsnefnd | 48. fundur 3. maí 2022
- Sveitarstjórn | 590. fundur 27. apríl 2022
- Sveitarstjórn | 589. fundur 5. apríl 2022
- Sjá allar fundargerðir