Tilkynning frá Kubb ehf
Vesturbyggð og Tálknafjörður. Vikan 21. -25. febrúar.
Kæru Íbúar.
Í þessari viku losum við pappa og plast. Vegna ófærðar og snjóa verðum við á Patreksfirði og Tálknafirði í dag 23. febrúar og á morgun þann 24. febrúar á Bíldudal.
Í næstu viku munum við losa gráu og brúnu tunnuna í öllum byggðarlögum og klára að dreyfa endurvinnslutunnum þar sem það á eftir. (Tálknafjörður og Barðarströnd)
-
Við minnum á að ef það er ekki flokkað rétt í brúnu- og endurvinnslutunnuna þá getur farið svo að hún verði ekki losuð. Það er í ábyrgð íbúa að flokka rétt.
-
Einnig viljum við minna á að moka frá tunnum og gera greiðfært. Ef það er ekki greiðfært þá eru tunnur ekki losaðar. Við metum allt framlag íbúa við að gera vinnuumhverfi starfsmanna okkar öruggt í þessari erfiðu færð.
Kveðja Kubbur ehf.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 594. fundur 30. júní 2022
- Sveitarstjórn | 593. fundur 23. júní 2022
- Sveitarstjórn | 592. fundur 2. júní 2022
- Sveitarstjórn | 591. fundur 12. maí 2022
- Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar | 64. fundur 3. maí 2022
- Sjá allar fundargerðir