A A A

Treysta á stuðning allra þingmanna

Vestfjarðavegur nr. 60. Verður áfram ekið eftir hlykkjóttum og bröttum fjallvegum?
Vestfjarðavegur nr. 60. Verður áfram ekið eftir hlykkjóttum og bröttum fjallvegum?

Forsvarsmenn sveitarfélaganna Vesturbyggðar, Tálknafjarðar og Reykhólahrepps hafa á opinberan hátt ítrekað að finna þurfi nýja láglendisleið sem sátt er um. Í auglýsingu sem birt er í dag í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu segir að treyst sé á stuðning þingmanna úr öllum kjördæmum í þessu mikilvæga byggða- og samfélagsmáli. „Vegamál á sunnanverðum Vestfjörðum eru í ólestri og hafa verið árum saman. Áralöng bið eftir láglendisvegi um Barðastrandasýslu er í uppnámi. Ef heldur áfram sem horfið blasir við áframhaldandi akstur um erfiða, oft illfæra og hættulega fjallvegi næstu áratugi. Þetta er óásættanlegt,“ segir í auglýsingunni.

Þar eru lesendur beðnir að hafa í hug að greiðfær og öruggur láglendisvegur um Barðastrandasýslu sé nauðsynlegur til að stuðla að áframhaldandi byggð og framþróun í samfélags- og atvinnumálum á sunnanverðum Vestfjörðum.

Samkvæmt tillögum innanríkisráðherra á að endurbyggja erfiða hálendisvegi um Hjallaháls og Ódrjúgsháls en sveitarstjórarnir þrír telja tillöguna fela í sér sóun á almannafé. „Tillaga ráðherra felur ekki í sér ásættanlegar vegabætur. Vegstæðið verður áfram í sömu hæð og nú. Áfram verður ekið eftir hlykkjóttum og bröttum fjallvegum yfir erfiða hálsa. Fyrningatími þjóðvega er að lágmarki 25 ár. Því er ljóst að tillögu ráðherra koma í veg fyrir láglendisveg á þessu svæði næstu áratugi,“ segir í auglýsingunni og þar er bætt við. „Láglendisvegur er eina lausnin í samgöngumálum svæðisins og hefja þarf vinnu við hann sem allra fyrst, ef byggð á ekki að leggjast af á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta mál þoli ekki bið.“ 

        frétt tekin af: bb.is

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón