A A A

Umsjónarmaður eigna og hafnarvörður

Tálknafjarðarhreppur auglýsir laust til umsóknar 100% starf umsjónarmanns eigna og hafnarvarðar.

 

Leitað er að úrræðagóðum einstaklingi sem er lipur í mannlegum samskiptum, með vilja til að taka ábyrgð og getu til að sýna frumkvæði í starfi.

 

Starfsmaðurinn mun annast almenna starfsemi Tálknafjarðarhafnar og þjónustu við viðskiptavini hennar. Sér um vigtun sjávarafla og skráningu upplýsinga vegna gjaldtöku á höfninni. Hefur eftirlit með eignum sveitarfélagsins, sinnir léttum viðhaldsverkefnum og kallar til þjónustuaðila eftir því sem við á.

 

Starfsmaður verður að hafa löggildingu vigtarmanns, hafa almenn ökuréttindi, hafa vinnuvélaréttindi, hafa grunnþekkingu í tölvuvinnslu og getu til að vinna við algengustu forrit. Leitað er að einstaklingi með góða íslenskukunnáttu, getu til samskipta á ensku og a.m.k. tveggja ára reynslu af iðnstörfum sem nýtast í starfinu.

 

Fólk af öllum kynjum er hvatt til þess að sækja um. Vakin er athygli á því að umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir til að framvísa sakavottorði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Ólafsson sveitartjóri í síma 450-2500 eða sveitarstjori@talknafjordur.is

 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og skila skal umsóknum á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, Tálknafirði.

 

Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 17. apríl 2023. 

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með þriðjudagsins 25. apríl 2023.

 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón