A A A

Uppskeruhátíð og úrslit í Landsbyggðavinaverkefni

Opið hús í Tálknafjarðarskóla, fimmtudaginn 9. maí, kl. 17:00-18:00.
 

Fimmtudaginn 9. maí býður 9.-10. bekkur foreldrum, systkinum, kennurum, sveitarstjórnarmönnum, atvinnurekendum, launþegum og öllum áhugasömum að koma og fylgjast með úrslitakeppni um verkefni Landsbyggðavina sem nemendur gerðu til að fegra, breyta og bæta bæinn sinn, Tálknafjörð. Kynningin fer fram í bekkjarstofu nemendanna og hefst kl 17.00.

Fríða Vala Ásbjörnsdóttir formaður Landsbyggðavina mun heiðra okkur með nærveru sinni. Auk hennar koma þeir Páll Líndal, Ph.D í umhverfissálfærði, stundakennari við HÍ og Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson Ph.D. í lífrænni efnafærði, dósent við HÍ. Páll og Benjamín munu sitja í dómnefnd auk fulltrúa atvinnulífsins á Tálknafirði.



Nánar um verkefnið:

Í vetur hafa nemendur í 9. og 10. bekk Tálknafjarðarskóla tekið þátt í verkefni Landsbyggðavina: Framtíðin er núna. Nemendur hafa hugleitt hvaða tækifæri og auðlegð býr í þessu litla þorpi og fallegu umhverfi Tálknafjarðar.

  • Fyrir jól skiluðu nemendur einstaklingsritgerðum um hvað þau vildu gera til að breyta og bæta mannlíf og umhverfi á Tálknafirði. Ritgerðin Þyrlupallur á Tálknafirði náði 4. sæti á landsvísu í ritgerðarsamkeppni Landsbyggðavina.

  • Í seinni hlutanum unnu nemendur saman 2, 3 eða 4, en sumir kusu að vinna einir. Nú var verkefnið þeirra að vinna með allar þær hugmyndir sem fram höfðu komið í fyrri hluta verkefnisins og bæta við nýjum.

  • Í apríl voru undanúrslit þar sem allir kynntu verkefnin sín. Þrjú verkefni komust í úrslit:

    • Þyrlupallur á Tálknafirði

    • Jörðmynd

    • Hjólabrettagarður á Tálknafirði.

 

Vonumst til þess að sjá sem flesta.

Tálknafjarðarskóli
 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón