Vegna vinnuskóla 2022, staða mála 9. júní
Eins og þegar hefur komið fram þá hefur gengið illa að finna einstaklinga til að taka að sér störf bæði yfirflokkstjóra og flokkstjóra í Vinnuskólanum í sumar. Þetta ástand tefur fyrir því að starfsemi Vinnuskólans geti hafist. Hjá Tálknafjarðarhreppi er unnið að því að finna lausn á málinu þannig að ungmenni sem eru fædd á árunum 2006 til 2009 getið komið til starfa sem fyrst. Hins vegar er ekki alveg ljóst á þessari stundu hvenær verður hægt að kalla fólk inn til vinnu, en það mun dragast um einhverja daga. Stefnt er að því að nánari upplýsingar liggi fyrir í næstu viku og verður þá haft samband við þau sem hafa sótt um þátttöku í Vinnuskólanum.
Fram til föstudagsins 10. júní er hægt að skila eyðublöðum um þátttöku í Vinnuskólanum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, en á föstudögum er hún opin kl. 10:00-13:30.
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Sveitarstjórn | 594. fundur 30. júní 2022
- Sveitarstjórn | 593. fundur 23. júní 2022
- Sveitarstjórn | 592. fundur 2. júní 2022
- Sveitarstjórn | 591. fundur 12. maí 2022
- Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar | 64. fundur 3. maí 2022
- Sjá allar fundargerðir