Við fögnum fjölbreytileikanum
Þessa dagana hefðu Hinsegin dagarnir verið haldnir hátíðlegir með hinum ýmsu viðburðum en sökum hertra sóttvarnarreglna er dögunum fagnað með breyttu sniði.
Við hjá Tálknafjarðarhreppi flöggum í tilefni daganna og fögnum fjölbreytileikanum. Við höfum líka málað regnbogafánann við þvottaplanið. Með þessu minnum við okkur á að allar manneskjur eiga rétt á að njóta sömu mannréttinda án tillits til uppruna þeirra, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar ómálefnalegrar stöðu.
Við hvetjum íbúa Tálknafjarðar til þess að tileinka sér áfram umburðarlyndi og að sýna samfélagslega ábyrgð – þannig gerum við samfélagið okkar enn sterkara!
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Fræðslunefnd | 10. fundur 11. maí 2023
- Skipulagsnefnd | 9. fundur 16. maí 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 9. fundur 17. maí 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 42. fundur 10. maí 2023
- Sveitarstjórn | 613. fundur 23. maí 2023
- Sjá allar fundargerðir