A A A

Vill konur í meirihluta í Útsvari

Indriði Indriðason sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps
Indriði Indriðason sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps
1 af 2

Tálknafjarðarhreppi stendur til boða að taka þátt í hinni vinsælu spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari, sem hefur verið í beinni útsendingu á RÚV í sjö vetur undir stjórn Sigmars Guðmundssonar og Þóru Arnórsdóttur. Indriði Indriðason sveitarstjóri leitar nú logandi ljósi að síðasta keppandanum í þriggja manna lið hreppsins, en hann þarf að skila nöfnum keppenda í næstu viku.

„Við erum búin að fá mjög margar góðar tilnefningar, erum komin með einn öruggan í liðið og vilyrði frá öðrum, svo okkur vantar ennþá einn til viðbótar og ég vil helst fá konu í það sæti. Mín hugmynd var sú að hafa bara konur í liðinu, eða að minnsta kosti í meirihluta, en það hefur bara gengið mjög erfiðlega að fá þær til þátttöku. Mér hefur þótt leiðinlegt að sjá að í öllum liðum nema einu eða tveimur held ég er annað hvort bara ein kona eða engin,“ segir Indriði. Hann hvetur því konur til að hafa samband ef þær hafa áhuga á því að taka þátt í keppninni.

Þess má geta að í að minnsta kosti tveimur liðum sem send hafa verið fyrir hönd Ísafjarðarbæjar í keppnina hafa verið konur í meirihluta. Veturinn 2007-2008 voru Ólína Þorvarðardóttir, Ragnhildur Sverrisdóttir og Halldór Smárason í liðinu og 2010-2011 voru það Jóna Símonía Bjarnadóttir, Ólafur Halldórsson og Guðný Harpa Henrýsdóttir.

Frétt tekin af: bb.is

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón