A A A

Yfirlýsing frá oddvita Tálknafjarðarhrepps, Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir

Frá því í júní 2006 hef ég gengt starfi oddvita og framkvæmdastjóra Tálknafjarðarhrepps. Hefur það verið mér mikils virði að njóta trúnaðar og trausts og átt gott samstarf við íbúa sveitarfélagsins og notið þess að vinna að krefjandi verkefnum fyrir íbúa byggðarinnar.
 

Við uppröðun á lista við síðustu sveitarstjórnarkosningar vorið 2010, tók ég það skýrt fram að ég myndi ekki hafa hug á að halda áfram trúnaðarstörfum fyrir Tálknafjarðarhrepp ef ég gæfi kost á mér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Alþingiskosningum vorið 2013. Að þeim tímamótum er komið nú og framundan er val á lista flokksins í NV_kjördæmi í lok mánaðar.  
 

Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu Alþingiskosningar árið 2009 var ég valin í þriðja sæti. Á þeim tíma sýndi Hreppsnefnd  Tálknafjarðarhrepps  ákvörðun minni um að bjóða mig fram bæði skilning og stuðning með því að veita mér þriggja mánaða launalaust leyfi svo ég gæti tekið þátt í kosningabaráttu sem ómögulegt er að sinna samhliða erilsömu starfi sveitarstjóra.   Ég hef æ síðan notið skilnings hreppsnefndar minnar þegar ég hef tekið sæti á Alþingi sem 1. varaþingmaður flokksins og er ég því mjög þakklát.
 

Það er af þessum ástæðum  sem ég kýs að fara ekki aftur fram á það við hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps að veita mér  launalaust leyfi  frá störfum enda vil ég einbeita mér af fullum krafti að framboði mínu. Þessa ákvörðun hef ég þegar  kynnt hreppsnefnd og skilaði ég inn uppsögn á starfi framkvæmdarstjóra sveitarfélagsins í  síðustu viku. Þar hef ég fyrst og síðast hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi.
 

Hvort framboð mitt nái brautargengi á komandi kjördæmisráðsþingi í NV kjördæmi verður tíminn að leiða í ljós.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón