jólatrjáasala
Kæru Tálknfirðingar. Nú er jólatrjáasala Skógræktarfélags Tálknafjarðar framundan. Á sunnudaginn 17.des. ætlum við Kristinn að bjóða fólki að kaupa jólatré úr skógræktinni milli kl. 14.00 og 16.00. Tréð kostar kr. 6.000 óháð stærð. Öllum er velkomið að koma og velja sér tré og fella það sjálfir eða fá aðstoð við að fella tréð ef þess er óskað. Við keyrum svo trénu heim til kaupanda. Það sést best á torgtrénu okkar hvað trén eru falleg í skóginum okkar. Ef þið komist ekki á sunnudaginn megið þið hafa samband við mig og ég reyni að bjarga jólatrénu fyrir ykkur.
Lilja Magnúsdóttir
S: 895-2947
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Fræðslunefnd | 10. fundur 11. maí 2023
- Skipulagsnefnd | 9. fundur 16. maí 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 9. fundur 17. maí 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 42. fundur 10. maí 2023
- Sveitarstjórn | 613. fundur 23. maí 2023
- Sjá allar fundargerðir