A A A

Húsaleigubætur

Þann 1.janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og mun þá Greiðslustofa húsnæðisbóta taka við því hlutverki  að greiða húsnæðisbætur fyrir allt landið.
 

Þjónustskrifstofa þeirra er á Sauðárkróki og tók hún formlega til starfa 16.nóv.sl. Opnað var fyrir umsóknir þann 21. nóv. 2016. Frestur til að skila inn umsóknum fyrir janúar er til 20.janúar 2017.
 

Við hvetjum leigendur til að skila sem fyrst gögnum til Geiðslustofu. 
 

Sveitarfélögin munu greiða út húsaleigubætur vegna nóvember og desember 2016 en eftir það tekur Greiðslustofan við.
 

Frekari upplýsingar og reiknivél  þar sem hægt er að reikna út væntanlegar húsnæðisbætur er að finna á heimasíðu Greiðslustofu  www.husbot.is

Auglýsing: Forkynning á tillögu að aðalskipulagsbreytingu og tillögu að deiliskipulagi

 

Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018

Forkynning skv. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 

Í undirbúningi er vinna við breytingu á Aðalskipulagi Tálknfjarðarhrepps 2006-2018 sem staðfest var 15.12.2006.  Um er að ræða breytingu á landnotkun á jaðarsvæðum í þéttbýli Tálknafjarðar. Hlíðar ofan byggðar, lækjarfarvegir, gil, árbakkar, fjörur og strandsvæði eru skilgreindar sem opið svæði til sérstakra nota í staðinn fyrir óbyggð svæði. Mörk þéttbýlis eru einnig stækkuð til austurs.

Fyrirhuguð er einnig stækkun hafnarsvæðis á Tálknafirði en aukin umsvif vegna fiskeldis og aukin eftirspurn eftir lóðum á hafnarsvæði kalla á stækkun hafnarsvæðisins og aukna landfyllingu.

Gerðar eru viðeigandi breytingar á uppdrætti og greinargerð.

 

Deiliskipulag íbúðabyggðar ofan Strandgötu og varnarmannvirkja í Geitárhlíð

Forkynning skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Helstu markmið deiliskipulagsins er:

  • Að skilgreina núverandi lóðir og lóðarstærðir á svæðinu.
  • Að svæðið bjóði upp á sveigjanleika í notkun fyrir þá sem búa þar og starfa.
  • Að skilgreina öruggar umferðarleiðir fyrir, akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur.
  • Að auka öryggi gagnvart þeirri náttúruvá sem ofanflóð hafa í för með sér. 

 

Bent er sérstaklega á að verið er að skilgreina lóðir á íbúðasvæði og geta því lóðir verið að stækka eða minnka eftir því sem við á og eru íbúar sem hagsmuna eiga að gæta beðnir sérstaklega beðnir um að kynna sér deiliskipulagið.

 

Tillögurnar verða til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps. Kynningin mun standa til 7 janúar 2016.

Íbúafundur/-kynning verður auglýstur síðar.

 

Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðar 2006-2018- Greinargerð og umhverfisskýrsla
SA0026F-Grg-2016-10-10 (.pdf)

Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðar 2006-2018- Uppdráttur
SA26F_Jadar_thettbylis-A3-Plott (.pdf)
Greinargerð með deiliskipulagi
DU1602-Greinagerd-2016-10-21 (.pdf)

Uppdráttur með deiliskipulagi
DU1602-D01-minnkad (.pdf)
 



Sveitarstjórnarfundur

506. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, 8. desember 2016 og hefst kl. 17:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)


Sveitarstjóri

Samfélagsstyrkir Orkubús Vestfjarða 2016

Orkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2016, en úthlutun samfélagsstyrkja er orðinn árlegur viðburður hjá fyrirtækinu.
 

Orkubúið vill með styrkjunum sýna stuðning í verki við þá aðila og félög sem sinna ýmsum samfélagsmálum á Vestfjörðum.  Þar getur verið um að ræða ýmiskonar starfsemi eða félagasamtök, s.s. björgunarsveitir, íþrótta- og æskulýðsstarf, menningarstarfsemi og listir eða einhver önnur áhugaverð verkefni sem skipta máli fyrir vestfirskt samfélag.
 

Rétt er að minna á að leitast verður við að styrkja verkefni vítt og breitt um Vestfirði.
 

Verkefnin þurfa að uppfylla þau skilyrði að þau séu til eflingar vestfirsku samfélagi, en að öðru leyti er umsækjendum gefnar nokkuð frjálsar hendur varðandi verkefni.
 

Miðað er við að einstakar styrkveitingar geti verið á bilinu 50.000 til 500.000,-
 

Umsóknum skal skilað rafrænt með því að fylla út rafrænt eyðublað á heimasíðu OV:
https://www.ov.is/forsida/samfelagsstyrkur/
 

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember.
 

Stjórn Orkubús Vestfjarða

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð föstudaginn 18. nóvember.

Kveðja, starfsfólk.

Sveitarstjórnarfundur

505. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, þriðjudaginn 15. nóvember 2016 og hefst kl. 17:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)


Sveitarstjóri

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón