A A A

Könnun á áformum markaðsaðila varðandi uppbyggingu fjarskiptainnviða

Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara í Tálknafjarðarhreppi, sem veita á öruggt þráðbundið netsamband í sveitarfélaginu. Gert er ráð fyrir að tengja öll lögheimili í sveitarfélaginu á næstu árum. Einnig standi eigendum frístundahúsa og fyrirtækja, sem staðsett eru í sveitarfélaginu, til boða að tengjast ljósleiðaranum. Gert er ráð fyrir að öllum þjónustuveitum verði heimilað að bjóða þjónustu sína á ljósleiðarakerfinu gegn gjaldi.

Auglýst er eftir:

A.
  Aðila, eða aðilum, sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðaratengingu eða annarri a.m.k. 100Mb/s þráðbundinni netþjónustu í Tálknafjarðarhreppi (innan eða utan þéttbýlis) á næstu þremur árum á markaðslegum forsendum.

B.
   Hæfum aðila, eða aðilum, til að taka að sér að byggja upp

ljósleiðarakerfi með stuðningi frá opinberum aðilum og e.t.v. reka til framtíðar, komi til þess að enginn aðili svari lið A. hér að ofan. Aðilar sem óska eftir stuðningi skulu uppfylla tilteknar kröfur um fjarskiptaleyfi, fjárhagslegan styrk, reynslu af uppbyggingu og rekstri sambærilegra kerfa, raunhæfa verkáætlun o. fl. er varðar verkefnið.

C.
  Eiganda mögulegra fyrirliggjandi fjarskiptainnviða í Tálknafjarðarhreppi sem er tilbúinn að leggja þá til við uppbygginguna gegn endurgjaldi sem bjóðist öllum sem lýsa yfir áhuga á uppbyggingu samkvæmt B. hér að ofan á jafnræðisgrundvelli.

 

Áhugasamir skulu senda tilkynningu til Tálknafjarðarhrepps á netfangið: sveitarstjori@talknafjordur.is fyrir kl. 12:00 þann 28. október 2016. Í tilkynningunni skal koma fram nafn og kennitala aðila, auk upplýsinga um ofangreint eftir því sem við á.

Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum og skýringum og skulu slíkar fyrirspurnir sendar á netfangið: sveitarstjori@talknafjordur.is

Áhugakönnun þessi er ekki skuldbindandi, hvorki fyrir Tálknafjörð né þá sem sýna verkefninu áhuga.

 

                               Tálknafirði 14. október 2016

                               Sveitarstjóri.

Móttökustöð endurvinnslunnar á Tálknafirði

Nemendur 8.-10.bekkjar Tálknafjarðarskóla eru með móttökustöð Endurvinnslunnar á Tálknafirði fyrir skilagjaldskyldar einnota drykkjarumbúðir. Tekið er á móti umbúðum að Strandgötu 36
fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl: 20-21.

Allur ágóði af þessari umsýslu rennur óskiptur í nemendasjóð skólans.
 

Mælst er til þess við íbúa að umbúðum sé skilað flokkuðum í lokuðum plastpokum og að glerflöskum, plastflöskum og áldósum sé haldið aðskildum þar sem kemur fram hve margar umbúðir eru í hverjum poka. Athugað verður reglulega hvort slík talning sé rétt.
 

Að gefnu tilefni biðjum við fólk að vanda flokkun og skoða hvaða umbúðir eru ekki skilagjaldsskildar.

Viðskiptavinum er greitt andvirði skilagjaldskyldra umbúða með bankamillifærslu daginn eftir skil nema þeir kjósi að afþakka og leggja andvirði í nemendasjóð skólans. Í vetur munu nemendur bjóða íbúum þá þjónustu að ná í óflokkaðar umbúðir á heimili enda renni andvirði þeirra í nemendasjóð.   Ef fólk vill gefa nemendum flöskur eða dósir utan opnunartíma er hægt að hafa samband við Láru í síma 848 6920.
 

Í vetur verður opið þessa daga:

2016:  7.september  5.október  2.nóvember  7.desember
2017:  4.janúar  1.febrúar  1.mars  5.april  3.maí  7.júní.

Lokað verður í júlí og ágúst.
 

Dýralæknir á Tálknafirði

Sigríður Inga dýralæknir verður með hunda og kattahreinsun á Tálknafirði mánudaginn 10. október í áhaldahúsinu frá klukkan 14:30-15:30. Hreinsunin er hluti af árgjaldi sem greitt er fyrir dýrin.


Ef dýr þarf aðra þjónustu þá vinsamlega hafið samband við Sigríði í síma 861-4568 sem fyrst.

Sveitarstjórnarfundur

502. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Strandgötu 38, Tálknafirði, þriðjudaginn 27. september 2016 og hefst kl. 17:00.


Sjá fundarboð hér (.pdf)


Sveitarstjóri

Arnarlax óskar eftir starfsfólki

  • Almenn fiskeldisstörf.

Vinna í eldisstöð fyrirtækisins í 100% starf (frá kl. 08:00-17:00)

Reynsla eða menntun á sviði fiskeldis kostur.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

 

  • Móttökuritari  í 100% starf (frá 08:00-16:00 virka daga)

Í boði er skemmtilegt og krefjandi starf sem felur m.a að.

Móttaka og símsvörun.

Undirbúningur fundarherbergja fyrir fundi.

Utanumhald og pantanir vegna viðskiptaferða.

Innkaup veitinga og ritfanga.

Ýmis almenn skrifstofustörf.

Við leitum að jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund sem býr yfir almennri tölvukunnáttu og góðri enskukunnáttu.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega.

Nánari upplýsingar veitir Anna Vilborg Rúnarsdóttir, í síma 456-0100 eða í netfangið anna@arnarlax.is



Sveitarstjórnarfundi frestað

Vegna bilunar í skjalastjórnunarkerfi frestast fundur sveitarstjórnar sem vera átti n.k þriðjudag um viku og verður þvi næsti fundur sveitarstjórnar þriðjudaginn 27. september.
Sveitarstjóri
Eldri færslur
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón