A A A

Íþróttamiðstöðin hefur opnað Facebooksíðu

Íþróttamiðstöðin Tálknafirði hefur opnað Facebook síðu undir nafninu ,,Íþróttamiðstöðin Tálknafirði". Þar má nálgast helstu upplýsingar er tengjast starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar. Þar er að finna tilkynningar, stundatöflur og opnunartíma.
 
Við bendum á að senda má fyrirspurnir á netfangið sundlaug@talknafjordur.is og á Facebook síðu okkar.

Samstarf heimamanna í náttúruvernd

Þáttakendur í hreinsunarstarfi
Þáttakendur í hreinsunarstarfi
1 af 4

Vesturbyggð, Umhverfisstofnun, Náttúrustofa Vestfjarða og landeigandur á Rauðasandi stóðu að samstarfsverkefni um hreinsun strandlengjunnar á Rauðasandi laugardaginn 4. júlí. Verkefnið var auglýst og óskað eftir sjálfboðaliðum af svæðinu til að aðstoða við hreinsunina. Alls tóku 20 manns þátt í verkefninu og þar af 5 sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar. Tekinn var fyrir austurhluti strandlengjunnar á Rauðasandi við bæinn Melanes, þ.e. frá Sjöundá að Hafnarvogi, samtals um 4 km. Í heildina var safnað saman um 30 m3 af rusli. Mest af ruslinu var tengt sjávarútvegi, s.s. fiskinet, netakúlur, bobbingar og baujur. Þar að auki var mikið af einnota drykkjaumbúðum úr plasti og gleri.
 

Þetta verkefni er unnið í tengslum við OSPAR samninginn sem Ísland er aðili að. Samningurinn gengur út á verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins, meðal annars með því að draga úr mengun frá landi og uppsprettum á hafi. Á hverju ári berst mikið af rusli í hafið og safnast saman á hafsbotni, úti á opnu hafi eða rekur upp í fjörur. Til að leysa þetta stóra vandamál þarf samstarf allra aðila. Verkefnið gengur m.a. út á að skrá hverskonar rusl við erum að hreinsa úr fjörunum og finna út hvaðan það kemur svo hægt sé að fara í forvarnarstarf og koma í veg fyrir að rusl berist í sjóinn.
 

Árangurinn í ár var framar vonum og á næsta ári er stefnt að því að taka enn stærra svæði fyrir og halda áfram þar sem frá var horfið.
 

Safnadagur að Hnjóti 12. júlí 2015

Safnadagur að Hnjóti 12. júlí 2015

Dagskrá:

14:00:   Messa í Sauðlauksdalskirkju.

15:00:   Kaffi á Minjasafninu að Hnjóti.

16:00:   Eyþór Eðvarðsson formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar flytur fyrirlestur um starf félagsins og ástand strandminja á Vestfjörðum. Rannsóknir á fornminjum á Vestfjörðum hafa skilað áhugaverðum niðurstöðum, en ástand strandminja er áhyggjuefni. Merkilegar fornminjar eru að hverfa í sjóinn og verða horfnar eftir nokkur ár. Má þar nefna gamlar verstöðvaminjar, naust, varir, uppsátur og annað sem því tengist. Fornminjafélag Súgandafjarðar hefur staðið fyrir verkefnum sem tengjast þessum minjum, m.a. ráðstefnu í samstarfi við Minjastofnun, fésbókarsíðunni Áhugafólk um fornleifar á Vestfjörðum ofl.


Sjálfboðaliðar óskast í fjöruhreinsun á Rauðasandi, laugardaginn 4. Júlí!

Vesturbyggð, Umhverfisstofnun, Náttúrustofa Vestfjarða og landeigendur á Rauðasandi ætla að standa fyrir fjöruhreinsun á Rauðasandi í Vesturbyggð laugardaginn 4. júlí frá kl. 10:00 – 15:00. Hreinsunin fer fram á austurhluta Rauðsands við bæinn Melanes,  Þetta er fyrsti áfangi í hreinsun strandlengjunnar á Rauðasandi sem verður framhaldið á næsta ári. Boðið verður upp á samlokur og drykki að verki loknu.
 

Þeir sem eru tilbúnir til að leggja hönd á plóg eru vinsamlegast beðnir að skrá sig í síma 822-4019 eða senda póst á netfangið hakon@ust.is fyrir föstudaginn 3. Júlí. Mæting er við Félagsheimilið á Patreksfirði, kl. 10:00 þar sem sameinast verður í bíla eða á Melanesi kl. 10:40.

 

Vonumst til að sjá sem flesta

Femínistafélagið Þjóðgerður stofnað á Patreksfirði

Stofnfélagar Femínistafélagsins Þjóðgerðar fyrir utan veitingastaðinn Heimsenda á Patreksfirði
Stofnfélagar Femínistafélagsins Þjóðgerðar fyrir utan veitingastaðinn Heimsenda á Patreksfirði

Á 100 ára kosningaafmæli íslenskra kvenna þann 19. júní sl. gerðist sá sögulegi viðburður að stofnað var Femínistafélag á Patreksfirði. Félagið hlaut nafnið Þjóðgerður eftir dóttur Hrafna-Flóka, og hefur þannig bæði tengingu við svæðið auk þess að vera sterkt og þjóðlegt.
 

Stofnfundur félagsins fór fram úr björtustu vonum þeirra kvenna sem fyrstar áttu hugmyndina, en á fundinn mættu 26 konur og einn karl, auk þess sem nokkrar konur sem ekki sáu sér fært að mæta þetta kvöld óskuðu eftir að verða skráðar í félagið.
 

Mikill áhugi og eldmóður var á fundinum og er því augljóst að konur og karlar á Patreksfirði láta sig jafnréttismál varða. Stefnt var m.a. að því að opna og efla umræðuna og baráttuna um jafnréttismál, efla fræðslu almennt um femínisma og koma jákvæðri orðræðu um femínisma út í samfélagið.
 

Næsti fundur er 19. júlí næstkomandi og er nú þegar búið að fá fyrsta fyrirlesarann til að halda erindi. Vilja stofnfélagar Femínistafélagsins Þjóðgerðar hvetja enn fleiri til að ganga í félagið, bæði konur og karla, en hægt verður á skrá sig á fundum.
 

Spilar Mozart á Mikladalnum

„Sumir pakkar eru risastórir,“ segir Anna Benkovic sem finnst ferðalög um fjöll milli fjarða skemmtileg. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson
„Sumir pakkar eru risastórir,“ segir Anna Benkovic sem finnst ferðalög um fjöll milli fjarða skemmtileg. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson

„Sendibréf eru undantekning en skammtur dagsins er samt alltaf drjúgur. Úti á landi hefur pósturinn talsvert annað hlutverk og meira en raunin er fyrir sunnan. Sumir pakkar eru risastórir; stundum heimilistæki, húsgögn eða annað slíkt. Fólk leggur traust sitt á þessa þjónustu,“ segir Anna Benkovic Mikaelsdóttir á Patreksfirði. Á fréttaferð um Vestfirði í síðustu viku hitti Morgunblaðsmaður Önnu þar sem hún hafði lagt bílnum út í kant við byggðina á Bíldudal. Þetta var morgunpásan, tilvalinn tími fyrir kók og samloku.

Hér má lesa greinina úr Morgunblaðinu. (.pdf)
 

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón