A A A

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð dagana 3. til 5. júní

 

Ef erindið er brýnt er bent á að hafa samband við Ásgeir Jónsson varaoddvita
í síma 690-2632.

Bókun Sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps um lokun starfsstöðvar Landsbankans á Tálknafirði

Vakin er athygli á eftirfarandi bókun Sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem gerð var á fundi fimmtudaginn 28.05.2015. Fjallað var um lokun starfsstöðvar Landsbankans á Tálknafirði.

 

„Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps mótmælir harðlega lokun útibús Landsbankans á Tálknafirði og vill minna stjórn Landsbankans á þau orð sem voru látin falla á fundi sem haldinn var á Patreksfirði fyrir ári síðan. Þá lýsti stjórn og bankastjóri yfir fullum vilja til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem er í gangi hér í Tálknafirði.

Ljóst er að á meðan Landsbankinn lokar afgreiðslunni í nafni hagræðingar þá er verið skerða þjónustu og lífsgæði íbúanna á staðnum sem margir hverjir eru háðir því að þjónustan sé fyrir hendi. Þá eru það í meira lagi undarleg rök að lokunin sé gerð í hagræðingarskyni á sama tíma og bankinn skilar methagnaði ár eftir ár og greiðir milljarða í arð til ríkisins. Bankinn hefur ekki fært nein rök fyrir því að kostnaður við rekstur útibús á Tálknafirði sé umfram veltutekjur og þjónustugjöld viðskiptavina sinna á staðnum.

Með lokun útibús Landsbankans á staðnum hefur verið vegið að menntastörfum í firðinum og er það undarleg ákvörðun af hálfu ríkisfyrirtækis þar sem það er yfirlýst byggðastefna ríkistjórnarinnar að fjölga opinberum menntastörfum á landsbyggðinni.

Þá mun Tálknafjarðarhreppur leita allra leiða til þess að verja það þjónustu- og menntastig sem hefur verið í firðinum með hvaða móti sem er, þar sem auðsýnt er að þörfin er til staðar og mun einungis aukast með auknum umsvifum á svæðinu.“

Íslenski Safnadagurinn 2015

Íslenski safnadagurinn verður haldinn sunnudaginn 17. maí næstkomandi. Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti býður gestum ókeypis aðgang þennan dag og verður ratleikur í boði fyrir börnin.
 

Opið frá kl 10-18.
Vonumst til að sjá sem flesta.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga í 3. sæti sem stofnun ársins 2015

1 af 2

Þetta er í tíunda sinn sem SFR velur Stofnun ársins en könnunin er unnin af Gallup í samstarfi við VR, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og efnahags- og fjármálaráðuneytið og er ein sú stærsta sinnar tegundar á landinu.
 

Í flokki meðalstórra stofnana eru fyrirmyndarstofnanirnar fimm. Þær eru auk Menntaskólans á Tröllaskaga, Einkaleyfastofa, Fjölbrautarskóli Snæfellinga, Landmælingar og Framhaldsskólinn í Austur Skaftafellssýslu.
Nánari upplýsingar hér: http://www.sfr.is/frettir/nr/2852/stofnun-arsins-2015---nidurstodur/

Skemmtileg sumarstörf á Minjasafninu að Hnjóti

1 af 2

Minjasafn Egils Ólafssonar, Hnjóti, Örlygshöfn við Patreksfjörð auglýsir eftir hressu starfsfólki til starfa á safninu sumarið 2015.

Helstu verkefni starfsmanna er að leiðsegja gestum á lifandi hátt um safnið, afgreiðsla í kaffiteríu og ýmiss tilfallandi verkefni. Frítt húsnæði er fyrir starfsmenn í nágrenni safnsins. Frábært tækifæri fyrir nema eða annað áhugafólk um sögu, menningu og náttúru Vestfjarða.

Atvinnuumsókn með ferilskrá skal skilað fyrir 15. maí á netfangið museum@hnjotur

Allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður safnsins, Inga Hlín Valdimarsdóttir í síma 456-1511.

Héraðsþings HHF 2015

1 af 4

36.Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið á veitingastaðnum Hópinu á Tálknafirði þann 29.apríl s.l. Vel var mætt á þingið og voru ýmis mál tekin fyrir.  Mótaskrá sumarsins var samþykkt auk þess sem valdir voru íþróttamenn ársins 2014 hjá sambandinu.  
 
Nýr íþróttafulltrúi var kynntur til starfa en hann mun starfa fyrir Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp auk þess að vera framkvæmdarstjóri HHF. Páll Vilhjálmsson var valinn úr hópi um 13 umsækjenda en ráðgjafafyrirtækið Attentus aðstoðaði við ráðningarferlið. Páll mun hefja störf þann 1.júní n.k.  
 
Íþróttamenn HHF voru valdir á þinginu og var Saga Ólafsdóttir frá Íþróttafélaginu Herði (ÍH) valin frjálsíþróttamaður HHF auk þess að vera íþróttamaður HHF árið 2014. Knattspyrnumaður HHF var Einar Jónsson frá ÍH, sundmaður HHF var Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá Ungmennafélagi Tálknafjarðar (UMFT) og Gabríel Ingi Jónsson frá UMFT var körfuknattleiksmaður HHF.
 
Ein umsókn barst árið 2014 í Minningarsjóð Stefáns Jóhannesar Sigurðssonar en tilgangur sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn innan Héraðssambandsins Hrafna-Flóka til frekari þjálfunar. Hilmir Freyr Heimisson fékk styrk, en hann teflir í skák og er meðal annars Íslandsmeistari í skólaskák 2013. Hilmir Freyr á glæstan feril að baki og má m.a. nefna að hann er unglingameistari Hellis 2012, unglingameistari T.R. 2011 og varð barnablitzmeistari á Reykjavík Open 2012. Stjórn HHF hlakkar til að fylgjast með þessum efnilega skákmanni í framtíðinni.
 
Engin breyting varð á stjórn HHF en stjórnina skipa Lilja Sigurðardóttir, formaður, Sædís Eiríksdóttir, meðstjórnandi og Birna Friðbjört Hannesdóttir, meðstjórnandi. Varastjórn skipa Heiðar Jóhannsson, Kristrún A. Guðjónsdóttir og Ólafur Byron Kristjánsson.
 

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón