A A A

Sumarstörf

Starfskraftur óskast til þess að hafa yfirumsjón  og  verkstjórn með vinnuskóla Tálknafjarðarhrepps sumarið 2015  er stendur frá  8.júní til og með 17.júlí.

Menntunar- og hæfniskröfur :

  • Reynsla og menntun/þekking á skipu- og verklagi við umhirðu grænna svæða.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Ökuréttindi
  • Reyklaus
  • Æskilegt er að viðkomandi sé eldri en 25 ára

Starfsfólk óskast  til þess að sinna umhirðu grænna svæða og minniháttar viðhaldsverkum  s.s. málningarvinnu.  Laus eru til umsóknar  fjögur  100 % stöðugildi,  vinnutími frá kl. 8 – 12  og 13 – 17.
 

Vinnuskóli  Tálknafjarðarhrepps hefst mánudaginn 8.júní og stendur til fimmtudagsins 16.júlí.  Helstu verkefni skólans varða snyrtingu og fegrun bæjarins.  Þeir sem geta sótt um í vinnuskólanum eru börn fædd á árunum 1999 – 2001.    Reglur og skilmálar eru aðgengileg á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps sem og umsóknareyðublöð starfsumsókn og sérstök umsókn um vinnuskóla. 
 

Nánari upplýsingar m.a. um launakjör veitir sveitarstjóri skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, í síma 456-2539 og netfang talknafjordur@talknafjordur.is
 

Umsóknareyðublöð starfsumsókn og umsókn um vinnuskóla eru aðgengileg á skrifstofu og neðst á heimasíðu sveitarfélagsins  talknafjordur.is

 

Forstöðumaður áhaldahúss
 

Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka 2015

Héraðsþing HHF verður haldið á Hópinu á Tálknafirði miðvikudaginn 29.apríl 2015 og hefst kl. 18.  Öllum er frjálst að mæta á þingið og eru allir íbúar í V-Barðastrandarsýslu hvattir til að mæta og taka þátt í uppbyggingu á íþróttamenningu á svæðinu. 
 
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður nýr íþróttafulltrúi kynntur til starfa auk þess að mótaskrá sumarsins verður samþykkt.
 
                   Boðið verður upp á léttar veitingar.

                   Lilja Sigurðardóttir, Formaður HHF

Sveitarstjórnarfundur

483. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, miðvikudaginn 22. apríl 2015 og hefst kl. 17:00.

 

Sjá fundarboð hér (.pdf)
  
              Sveitarstjóri

Vestfjarðavíkingurinn 2014

1 af 2

Vestfjarðavíkingurinn verður sýndur á RÚV, fimmtudaginn 23. apríl kl. 19:35.

Þáttur þátt um keppni aflraunamanna á Vestfjörðum. Þar tókust sterkustu menn Íslands á við fjölbreyttar þrautir eins og gert hefur verið í Vestfjarðavíkingi í tvo áratugi. Í þættinum er fylgst með átökunum, og ýmsu því sem fyrir augu bar á Vestfjörðum á meðan á keppninni stóð.    http://www.ruv.is/dagskra

Felldar niður ferðir hjá ferjunni Baldri

Vegna breytinga og endurbóta á ekjubrú ferjunnar  í Stykkishólmi verða felldar niður 3 ferðir  í áætlun skipsins,  Stykkishólmur – Flatey – Brjánslækur, sem hér segir .: mánudagur 20. apríl , þriðjudagur 21. apríl  og miðvikudagur 22 apríl.
 

Farin verður hugsanlega aukaferð  í Flatey frá Stykkishólmi þriðjudaginn 21. Apríl. Ferðin verður þó eingöngu  farin ef veður leyfir og farþegar þurfa að komast til eða frá Flatey.  Þess vegna er nauðsynlegt að bóka far í síma  433 2253 eða á meili: seatours@seatours.is
 

Eingöngu er farið með farþega og minniháttar flutning. Brottför verður þá frá Stykkishólmi kl 15:00 og frá Flatey kl 17:00.

Siglingar Baldurs hefst síðan aftur  fimmtudaginn 23 apríl samkvæmt áætlun.

Nánari upplýsingar hjá  Sæferðum ehf. sími 433 2254.

 

Starfsfólk Sæferða

Kyrrðarstund

Kyrrðarstund verður í Tálknafjarðarkirkju klukkan hálf níu í kvöld fimmtudaginn 16.apríl.
 

Allir velkomnir.

Sóknarprestur


Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón