A A A

Vestfjarðavíkingurinn 2014

1 af 2

Vestfjarðavíkingurinn verður sýndur á RÚV, fimmtudaginn 23. apríl kl. 19:35.

Þáttur þátt um keppni aflraunamanna á Vestfjörðum. Þar tókust sterkustu menn Íslands á við fjölbreyttar þrautir eins og gert hefur verið í Vestfjarðavíkingi í tvo áratugi. Í þættinum er fylgst með átökunum, og ýmsu því sem fyrir augu bar á Vestfjörðum á meðan á keppninni stóð.    http://www.ruv.is/dagskra

Felldar niður ferðir hjá ferjunni Baldri

Vegna breytinga og endurbóta á ekjubrú ferjunnar  í Stykkishólmi verða felldar niður 3 ferðir  í áætlun skipsins,  Stykkishólmur – Flatey – Brjánslækur, sem hér segir .: mánudagur 20. apríl , þriðjudagur 21. apríl  og miðvikudagur 22 apríl.
 

Farin verður hugsanlega aukaferð  í Flatey frá Stykkishólmi þriðjudaginn 21. Apríl. Ferðin verður þó eingöngu  farin ef veður leyfir og farþegar þurfa að komast til eða frá Flatey.  Þess vegna er nauðsynlegt að bóka far í síma  433 2253 eða á meili: seatours@seatours.is
 

Eingöngu er farið með farþega og minniháttar flutning. Brottför verður þá frá Stykkishólmi kl 15:00 og frá Flatey kl 17:00.

Siglingar Baldurs hefst síðan aftur  fimmtudaginn 23 apríl samkvæmt áætlun.

Nánari upplýsingar hjá  Sæferðum ehf. sími 433 2254.

 

Starfsfólk Sæferða

Kyrrðarstund

Kyrrðarstund verður í Tálknafjarðarkirkju klukkan hálf níu í kvöld fimmtudaginn 16.apríl.
 

Allir velkomnir.

Sóknarprestur


Sumarstörf - Starfskraftar óskast

Laus eru störf sundlaugarvarða í Íþróttahúsi Tálknafjarðar, ásamt starfi starfsmanns á tjaldsvæði.

 

Um er að ræða starfshlutföll sem eru 100% og felst það  í afgreiðslu, gæslu og vörslu með íþróttasal, tækjasal, sundlaug, klefagæslu og þrif annars vegar og hins vegar þrifum og innheimtu á tjaldsvæði.
 

Viðkomandi þarf að vera kurteis og lipur í mannlegum samskiptum, duglegur og tilbúinn til að takast á við margvísleg verkefni, þá er skylt að afla upplýsinga úr sakaskrá skv. 4.mgr. 10.gr. æskulýðslaga nr.70/2007, benda má á að eyðublöð til útfyllingar þar að lútandi má finna inn á heimasíðu Tálknafjarðar: talknafjordur.is æskilegt að viðkomandi tali auk íslensku amk. eitt  tungumál að auki.
 

Unnið er á dag, kvöld- og helgarvöktum.
 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOV-VEST  og Launanefndar sveitarfélaga.
 

Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára.

 

Nánari upplýsingar gefur Indriði Indriðason sveitarstjóri í síma 456-2539

netfang sveitastjori@talknafjordur.is

 

Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2015.

 

sveitarstjóri
 

Opnunartími íþróttahúss og sundlaugar um Páska

Opnunartími íþróttahúss og sundlaugar um Páska.

 

Skírdagur opið                 Kl. 10:00-14:00                 
Föstudagurinn langi        Lokað
Laugardagur   opið          Kl. 10:00 – 14:00
Páskadagur                     Lokað
Annar í páskum opið        Kl. 10:00 – 14:00


Auglýsing: Sveitarstjórnarfundur

482. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, þriðjudaginn 17. mars 2015 og hefst kl. 17:00.

 

Sjá fundarboð hér (.pdf)
  
              Sveitarstjóri

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón