A A A

Auglýsing: Breytingar á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018 vegna Bugatúns, efnistökusvæðis og iðnaðarsvæðis

Breytingar á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018  vegna Bugatúns, efnistökusvæðis og iðnaðarsvæðis

 

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 21. október 2014 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Í tillögunni er gert ráð fyrir að afmörkun svæðanna V3/A2 og S8 verði breytt og landnotkun á svæðinu næst Bugatúni breytt úr verslunar- og athafnasvæði í íbúðarsvæði. Hluti svæðanna S8 og S9 verður breytt úr stofnanasvæði í íbúðarsvæði og svæði S7 verður breytt úr stofnanasvæði í athafnasvæði, A6.

 

Iðnaðarsvæði I9 var hluti af breytingu á Aðalskipulagi Tálknafjarðar 2006-2018 sem staðfest var í júlí 2014. Í þessari tillögu er gert ráð fyrir öðru iðnaðarsvæði sem er merkt I9 en um er að ræða stöðvarhús fyrir virkjun í Kelduá og eldiskerjum. Gert er einnig ráð fyrir nýju efnistökusvæði í Botnsdal.

 

Tillagan var kynnt á opnu húsi 11. desember 2014 á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps fimmtudaginn 11. desember frá 10-14.

 

Deiliskipulagstillaga –Íbúðarsvæði Túnahverfi.

 

Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 21. október 2014 að auglýsa deiliskipulag íbúðarsvæðis Túnahverfi Tálknafirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/.

 

Hér er um að ræða deiliskipulag á um 11,6 ha sem afmarkast af opnu svæði við Bugatún í suðri, Lækjargötu í austri, Hrafnadalsvegi í vestri og Nátthagatúni í norðri. Í gildandi aðalskipulagi fyrir Tálknafjarðarhrepp 2006-2018 er svæðið skilgreint sem íbúðarsvæði, en einnig sem svæði fyrir þjónustustofnanir (S8). Unnið er að breytingu á aðalskipulagi samtímis deiliskipulaginu.

 

Megin markmið deiliskipulagsins eru eftirfarandi:

  • Að nýta óbyggðar lóðir við núverandi götur innan byggðarinnar
  • Að mynda nýja heilsteypta íbúðabyggð sem liggur vel í landi og myndar eðlileg tengsl við núverandi byggð.
  • Að bjóða upp á mismunandi sérbýlishúsalóðir sem taka mið að þörfum bæjarbúa varðandi stærðir og húsagerðir. 
  • Að koma fyrir öruggum gönguleiðum í gegnum hverfið sem tengjast nærliggjandi byggð, þjónustu og útivistarsvæðum.
  • Að móta öruggt og einfalt gatnakerfi.

 

Tillagan var kynnt á opnu húsi 11. desember 2014 á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps fimmtudaginn 11. desember frá 10-14.

Breytingartillagan og deiliskipulagstillagan verða til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Miðtúni 1 frá og með mánudeginum 9. febrúar til 23. mars 2015 og aðalskipulagsbreytingin einnig hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Tillögurnar eru einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til 23. mars 2015.

 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Miðtún 1, 460 Tálknafirði.

Virðingarfyllst

 

Óskar Örn Gunnarsson
 

Aðalskipulagsbreyting. Breyting á þéttbýlisuppdrætti og nýtt efnistökusvæði. Greinargerð. (.pdf)

Aðalskipulagsbreyting. Breyting á þéttbýlisuppdrætti og nýtt efnistökusvæði. Uppdráttur. (.pdf)

Deiliskipulagstillaga. Íbúðarsvæði Túnahverfi. Skýringaruppdráttur. (.pdf)
Fornleifakönnun vegna deiliskipulags á Tálknafirði (.pdf)

 

Auglýsing: Sveitarstjórnarfundur

479. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps

verður haldinn Miðtúni 1, Tálknafirði, þriðjudaginn 27. janúar 2015 og hefst kl. 17:00.

 

Sjá fundarboð hér (.pdf)
  
              Sveitarstjóri

Aukaferð á Baldri 7. febrúar

Farin verður aukaferð á ferjunni Baldri laugardaginn 7. febrúar n.k.
 

Frá Stykkishólmi kl, 09:00
Frá Brjánslæk kl. 12:00

Skrifstofan lokuð

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð næstu viku, frá og með 19. janúar til og með 23. janúar vegna námskeiðahalds hjá starfsfólki.

Hægt er að ná í sveitastjóra í síma 456-2531.

                      Sveitarstóri

Tvö opin vettvangsnámskeið

Í notkun þangs, þara og annarra nytja stranda leynast möguleigar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar. Mynd: bb.is
Í notkun þangs, þara og annarra nytja stranda leynast möguleigar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar. Mynd: bb.is

Í vor býður Háskólasetur Vestfjarða upp á tvö opin vettvangsnámskeið á sunnanverðum Vestfjörðum í tengslum við námsleiðina sjávartengd nýsköpun. Fyrra námskeiðið snýst um nýsköpun í fiskeldi og fer fram á Tálknafirði en það síðara fjallar um nýsköpun í nýtingu hafsins og fer fram á Reykhólum. Bláa hagkerfið er löngu hætt að snúast aðeins um veiðar og vinnslu. Á Vestfjörðum hefur fiskeldi t.d. rutt sér til rúms og í notkun þangs, þara og annarra nytja stranda leynast möguleikar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar. Aukin verðmæti skapast oft með því að tengja bláa hagkerfið við það græna.

Námskeiðin tvö njóta góðs af nálægð við atvinnulíf tengt viðfangsefnunum og eru fyrirtækjaheimsóknir hluti af náminu. Nemendur fá innsýn í möguleika og áskoranir fiskeldis í köldum sjó í fyrra námskeiðinu, en í því síðara verður sjónum beint að nýsköpun í sjálfbærri nýtingu auðlinda strandsvæða. Í lok hvors námkeiðs vinna nemendur að viðskiptaáætlun fyrir nýsköpunarverkefni að eigin vali. Kennarar beggja námskeiða eru Dr. Peter Krost, Kiel, líffræðingur og meðeigandi fyrirtækisins CRM, Coastal Research and Management og María Maack, líffræðingur og sérfræðingur í visthagfræði.

Frétt tekin af: bb.is

Þorrablót Tálknfirðinga 2015

Þorrablót Tálknafjarðar verður haldið laugardagskvöldið 24. Janúar í Íþrótta og félagsheimili Tálknafjarðar. Blótið hefst stundvíslega klukkan 20:00 en húsið opnar 19:30.

Dansleikur verður að loknu borðhaldi með DJ Jónas.

Ath. aldurstakmark er 18 ára.


Miðaverð kr. 6.500,-

Hægt er að skrá sig á lista sem liggja frammi í Tálknakjöri, sundlauginni, Landsbankanum og Þórsbergi.

Miða verður hægt að sækja föstudaginn 23. janúar, milli kl. 17:00 - 19:00.

Boðið verður upp á rútuferðir heim frá kl. 12:00 til 03:00.

Hvetjum alla til að mæta og skemmta  sér með góðu fólki og borða góðan mat.
 

Kveðja nefndin.

 


Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón