A A A

Kjörskrá Tálknafjarðarhrepps

Kjörskrá Tálknafjarðarhrepps vegna sveitarstjórnarkosninga  þann 31. maí 2014 mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Miðtúni 1 frá og með 21. maí 2014 til kjördags á opnunartíma skrifstofu.

 

Sveitarstjóri

Auglýsing: Deiliskipulag hafnarsvæðis og Kelduár

Deiliskipulag hafnarsvæðis Tálknafirði

Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 13. maí 2014 að auglýsa deiliskipulagstillögu hafnarsvæðis Tálknafirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

Deiliskipulagssvæðið liggur neðan Strandgötu frá Strandgötu 20 að Hólsá. Svæðið sem um ræðir liggur innan skilgreinds hafnarsvæðis, athafnasvæðis A4/A5 og iðnaðarsvæðis I4 samkvæmt  Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006-2018.
 

Skipulagssvæðið er um 6,1 ha að stærð og afmarkast af Strandgötu til norðurs og nær frá gatnamótum Strandgötu 20 til austurs að Hólsá til vesturs.
 

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Miðtúni 1 frá og með mánudeginum 19. maí nk. til 30. júní 2014. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is. 
 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskiplögin til 30. júní 2014.
 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Miðtún 1, 460 Tálknafirði.
 

Deiliskipulagstillaga -Virkjun Kelduár.

Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum 13. maí 2014 að endurauglýsa deiliskipulagstillögu um virkjun Kelduár skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

Deiliskipulagið tekur til neðsta hluta Kelduár og næsta umhverfis í landi Eysteinseyrar og Norður-Botns. Gert er ráð fyrir að virkja rennsli Kelduár til raforkuframleiðslu. Að auki er gert ráð fyrir möguleika á að hægt sé að nýta umframvatn í fiskeldi í landi Norður-Botns, sem er utan skipulagssvæðisins.
 

Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Miðtúni 1 frá og með mánudeginum 19. maí nk. til 30. júní 2014. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is. 
 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskiplögin til 30. júní 2014.
 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Miðtún 1, 460 Tálknafirði.
 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

Óskar Örn Gunnarsson

Deiliskipulag Tálknafjarðarhafnar, greinargerð (.pdf)
Deiliskipulagsuppdráttur af Tálknafjarðarhöfn (.pdf)
Virkjun Kelduár, greinargerð (.pdf)
Deiliskipulagsuppdráttur af virkjun Kelduár (.pdf)


Sumarstörf

Starfskraftur óskast til þess að hafa yfirumsjón  og  verkstjórn með vinnuskóla Tálknafjarðarhrepps sumarið 2014  er stendur frá  5.júní til og með 18.júlí.

Menntunar- og hæfniskröfur :

  • Reynsla og menntun/þekking á skipu- og verklagi við umhirðu grænna svæða.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Ökuréttindi
  • Reyklaus
  • Æskilegt er að viðkomandi sé eldri en 25 ára

Starfsfólk óskast  til þess að sinna umhirðu grænna svæða og minniháttar viðhaldsverkum  s.s. málningarvinnu.  Laus eru til umsóknar  fjögur  100 % stöðugildi,  vinnutími frá kl. 8 – 12  og 13 – 17.
 

Vinnuskóli  Tálknafjarðarhrepps hefst miðvikudaginn 5.júní og stendur til fimmtudagsins 18.júlí.  Helstu verkefni skólans varða snyrtingu og fegrun bæjarins.  Þeir sem geta sótt um í vinnuskólanum eru börn fædd á árunum 1998 – 2000. 

Reglur og skilmálar eru aðgengileg á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps sem og umsóknareyðublöð starfsumsókn og sérstök umsókn um vinnuskóla. 
 

Nánari upplýsingar m.a. um launakjör veitir sveitastjóri skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, í síma 456-2539 og netfang  sveitarstjori@talknafjordur.is

 
Umsóknareyðublöð starfsumsókn og umsókn um vinnuskóla eru aðgengileg á skrifstofu og
á heimasíðu undir skrár og skjöl.

Umsóknum skal skila á skrifstofu fyrir 25.maí n.k.

sveitarstjóri

Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2014

Innritun eldri nemenda (fæddir 1997 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hefst miðvikudaginn 4. apríl og lýkur föstudaginn 31. maí.
 

Nemendur í 10. bekk hafa frest til sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis þriðjudaginn 10. júní.
 

Innritun fer fram á www.menntagatt.is

 

Fjar- og dreifnám 

Innritun í fjar- og dreifnám fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa.
 

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 4308400 eða með því að senda tölvupóst fsn@fsn.is

Raunfærnimat í skipstjórn

Í haust 2014 er fyrirhugað að bjóða uppá nám til skipstjórnarréttinda við Menntaskólann á Ísafirði í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða (A stig 24 metra). Gert er ráð fyrir að námið vari 3 annir í dreifnámi og ljúki í desember 2015.


Einstaklingar sem náð hafa 25 ára aldri og hafa starfað samanlagt í 1125 daga á sjó eiga möguleika á því að fara í gegnum svokallað raunfærnimat sem hugsanlega getur fækkað þeim áföngum sem þeir þurfa að taka.  Þeim sem ekki uppfylla þessi skilyrði er frjálst að stunda námið eins og annað almennt framhaldsskólanám.

...
Meira

Kosningar til sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps 31. maí 2014

Kjörstjórn Tálknafjarðarhrepps auglýsir hér með að fyrirkomulag kosninga til sveitarstjórnar í Tálknafjarðarhreppi þann 31. maí 2014 eru óbundnar kosningar/persónukosningar þar sem allir kjósendur eru í kjöri. Undantekning frá því eru eftirtaldir fjórir aðilar sem hafa tekið fram að þeir gefa ekki kost á sér til setu í sveitarstjórn þar sem þeir hafa setið að minnsta kosti eitt kjörtímabil og geta því samkvæmt 2. mgr. 18 gr. laga nr. 5/1998 skorast undan endurkjöri.
 

Aðilar þessir eru:

         Birna Benediktsdóttir, Móatúni 3, Tálknafirði

         Björgvin Smári Haraldsson, Túngötu 29, Tálknafirði

         Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Miðtúni 18, Tálknafirði

         Heiðar Ingi Jóhannsson, Túngötu 13, Tálknafirði

 

Allir aðrir kjósendur með lögheimili í Tálknafirði á aldrinum 18 ára til 65 ára eru skyldugir til að taka sæti í sveitarstjórn nái þeir kjöri.

 

Kjörstaður og tímasetning verður nánar auglýst síðar.

 

                                      Kjörstjórn Tálknafjarðarhrepps

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón