A A A

Félagsheimiliđ Vindheimar

Húsið opnar að nýju nú mánudaginn 3.september.

 

Opið er fyrir heldri borgara (60+) á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00 – 16:30.

 Ýmis handverk eru til boða, spilað á spil og eða spjallað um daginn og veðrið. Alltaf heitt á könnuni og eitthvað með því fyrir 400kr.

 

Opið hús er á þriðjudögum fyrir almenning kl. 11:00 – 16:00.

 Allir velkomnir, ávallt heitt á könnuni. Velkomið að koma með handavinnu sína með.

 Einnig er í boði að taka þátt í Rauða kross verkefninu Föt Sem Framlag.

 

Umsjónarm.: Berglind Eva Björgvinsdóttir, eva.smaradottir@gmail.com, gsm:777-6796

Fjallskilaseđill og réttir 2018

Vesturbyggð og Tálknafjörður hafa nú gefið út fjallskilaseðil fyrir árið 2018 og er hann birtur hér. Fjallskil fara fram samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012 sem auglýst er í B- deild Stjórnar-tíðinda.
 

Fjallskilanefnd skorar á alla land- og fjáreigendur að láta sinn hlut ekki eftir liggja og leggja fram menn í leitir skv.beiðni leitarstjóra. Vanræksla eins bitnar á öðrum og gerir allt skipulag erfitt í framkvæmd.

 

Tilgangurinn er að reyna að létta okkur smölunina með því að sem flestir geti unnið saman og sem skemmstur tími líði milli smölunar á samliggjandi svæðum. Árangurinn ætti að verða betri heimtur. Hlutverk leitarstjóra er að sjá til þess að leitir séu mannaðar. Dagssetningar á seðlinum eru byggðar á reynslu fyrri ára.

 

Hafi menn athugasemdir við seðilinn eða óski eftir aðstoð við smölun, skulu þeir hafa sambandi við formann fjallskilanefndar.

 

Fjallskilaseðill 2018 (.pdf)  

Fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur (.pdf)

Vinnuvélanámskeiđ íslenskt og pólskt

Vinnueftirlitið í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða, heldur námskeið fyrir minni vinnuvélar. Íslenskt frumnámskeið á Patreksfirði dagana 29. 30. og 31. ágúst 2018.
Póskt frumnámskeið 10. 11. og 12. September.

Námskeiðið er frá 09:00 til 12:00 og 13:00 til 16:00 alla dagana en í lok síðasta dags er bóklegt próf.

Námskeiðið veitir bókleg réttindi á:

  • Lyftara með 10 tonna lyftigetu og minni - J flokkur

  • Dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4t og undir) - I flokkur

  • Körfukrana og steypudælur - D flokkur

  • Valtara - L flokkur

  • Útlagningarvélar fyrir bundið slitlag - M flokkur

  • Hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tm lyftigetu - P flokkur

 

Námskeiðið kostar 47.000 skráning er á heimasíðu Vinnueftirlitsins á slóðinni https://www.vinnueftirlit.is/fraedsla/dagsett-namskeid/

Nánari upplýsingar og spurningar í síma 550-4600 eða netfangið vinnueftirlit@ver.isTillaga ađ starfsleyfi fyrir Arctic Smolt hf. ađ Norđur-Botni, Tálknafirđi

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Arctic Smolt hf. til framleiðslu á allt að 1.000 tonnum á ári af laxa- og regnbogasilungsseiðum í landeldi að Norður-Botni, Tálknafirði. Rekstraraðilinn er með 200 tonna leyfi á sama stað og er því að auka framleiðsluna. Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðum Umhverfisstofnunar og Tálknafjarðarhrepps á tímabilinu 17. ágúst til 17. september 2018.

Umhverfisstofnun telur að mengun verði aðallega í formi lífræns úrgangs (bæði í föstu og uppleystu formi) frá eldinu og muni berast í viðtakann sem er Tálknafjörður. Að mati stofnunarinnar eru áhrif mengunarinnar afturkræf og munu því ekki hafa varanlega áhrif á umhverfið en jafnframt er hægt að grípa til aðgerða ef aðstæður breytast með ákvæðum í starfsleyfi.
 

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 17. september 2018.

Tillaga að starfsleyfi (.pdf) 
 
Umsókn um mengandi starfsemi (.pdf)
 
Skipulagsstofnun - Mat á umhverfisáhrifum (.pdf)Eldri fćrslur
« September »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            
Nćstu atburđir
Vefumsjón