A A A

Hreyfivika á Tálknafirđi 30.ágúst – 5.september 2021

Ágætu bæjarbúar.

Nú er hreyfimánuður í Tálknafjarðarskóla þar sem nemendur og starfsfólk hafa verið hvött til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Nú langar okkur að hafa hreyfiviku fyrir bæjarbúa þar sem markmiðið er að njóta útiveru og hreyfa sig. Ýmislegt er í boði, vonandi taka sem flestir þátt og upplagt fyrir foreldra að koma með börnum sínum. Munum fullorðnir eru fyrirmynd og að jákvætt hugarfar er smitandi.

Í boði verður:

  • Mánudagur 30.ágúst kl: 17. Ganga á Tungufell og týna kannski ber á leiðinni niður.

  • Þriðjudaginn 31.ágúst kl: 17. Hjólreiðartúr að Deildárgili sem er aðeins utar en Hraun. Skoðum okkur aðeins um þar.

  • Miðvikudaginn 1.sept.kl: 17. Útizumba og útileikir hjá Mayu. Hittumst hjá skólanum.

  • Fimmtudaginn 2.sept. kl: 17 Gönguferð í skógræktinni, útijóga og Gong slökun ef veður leyfir. Hittumst hjá Túngötu 39.

  • Föstudagur 3.sept. kl: 17 Sjósund. Hittumst hjá pollinum. Það má líka bara vaða…😊

  • Laugardagur 4.sept. kl: 13 Hjólreiðatúr að Hrauni og gengið eftir fjörunni. Tökum með nesti, hittumst við búðina og leikum okkur í fjörunni.

  • Sunnudagur 5.sept. kl:16 Lautarferð. Hittumst hjá Túngötu 39. Göngum saman að rjóðri í skógræktinni, fáum okkur nesti og njótum þess að vera úti í náttúrunni.

Tökum þátt og höfum gaman saman.

Grænfánanefnd Tálknafjarðarskóla

Tćkjasalurinn opnar aftur

Tækjasalurinn í Íþróttamiðstöðinni opnar aftur laugardaginn 28. ágúst 2021 kl. 11:00. Salurinn er opinn á opnunartíma hússins sem er frá kl. 11:00 til 14:00 um helgar og kl. 08:00 til 20:00 virka daga.

 

Þann 28. ágúst taka nýjar sóttvarnareglur gildi og þá falla út allar takmarkanir sem hafa verið á starfsemi líkamsrætarstöðva. Gestir Íþróttamiðstöðvarinnar eru samt sem áður beðnir um að gæta vel að hreinlæti og umgengni.

 

Ţjónusta á slökkvitćkjum

Öryggismiðstöðin mun mæta með sérfræðinga í yfirferð slökkvitækja á Patreksfjörð og taka á móti slökkvitækjum í hleðslu og yfirferð. Fyrirtækið verður einnig með slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað til sölu á Patreksfirði.

Tekið er á móti slökkvitækjum á þessum stöðum mánudag til fimmtudag 30.08.21 - 02.09.21.

Tekið verður á móti tækjunum og þeim síðan skilað eftir 1-2 daga.

Vinsamlegast merkja tækin með fullu nafni og kennitölu.

Tekið er á móti slökkvitækjum á eftirfarandi stöðum:

Patreksfjörður, Slökkvistöðin á Patreksfirði.

Tálknafjörður, Verslunin Hjá Jóhönnu ehf.

Bíldudalur, Íþróttamiðstöðin Bylta.

 

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma:

Þorgils Ólafur s: 820-2413

Jón Hjörtur s: 780-5840
 

Starfiđ í Vindheimum fer af stađ

Félagsstarfið í Vinheimum hefst á ný eftir sumarleyfi mánudaginn 30. ágúst n.k. kl. 13:00. Starfsemi í Vindheimum verður með svipuðum hætti og undanfarin ár, en þó má búsast við að nokkrar nýjungar verði prófaðar. Dagskrá vetrarins verður betur kynnt síðar.
 

Nýr starfsmaður er Jóna Sigursveinsdóttir og er hún boðin hjartanlega velkomin til starfa.
 

 

Tímabundnar breytingar á opnunartíma Íţróttamiđstöđvar

Það þarf að gera tímabundnar breytingar á opnunartíma Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar næstu daga.
Á virkum dögum verður lokað milli kl. 12:00 og 15:00 og gildir það frá og með mánudeginum 23. ágúst og til þriðjudagsins 31. ágúst.
 
Þessa daga verður því opið á virkum dögum frá kl. 08:00 til 12:00 og kl. 15:00 til 20:00
og á laugardögum og sunnudögum kl. 11:00 til 14:00.

 

Nýr íţrótta- og tómstundafulltrúi kominn til starfa

Guđný Lilja Pálsdóttir, Íţrótta og tómstundafulltrúi
Guđný Lilja Pálsdóttir, Íţrótta og tómstundafulltrúi

Guðný Lilja Pálsdóttir hefur hafið störf  sem Íþrótta og tómstundafulltrúi á sunnanverðum Vestfjörðum. Íþrótta- og tómstundafulltrúi er sameiginlegur starfsmaður Tálknafjarðarhrepps, Vesturbyggðar og Héraðssambandsins Hrafna-Flóka.

Guðný Lilja, sem er menntaður tómstunda og félagsmálafræðingur, er boðin velkomin til starfa.

Eldri fćrslur
« September »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Nćstu atburđir
Vefumsjón