A A A

Fjallskila­seđill

Fjallskila­seðill Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarð­ar­hrepps hefur verið samþykktur á fundi fjallskila­nefndar.

Lögréttir skulu vera á tímabilinu frá 7. september til 14. október 2023, en seinni leitir skulu ekki vera síðar en 20. október 2023. Dagsetningar á fjallskilaseðli eru byggðar á reynslu fyrri ára. Ábyrgðaraðilar fyrir leitarsvæði og réttarstjórar eru tilgreindir fyrir hvert svæði. Leitarstjóri sér til þess að leitir séu mannaðar og er mikilvægt að leitarstjórar hafi samband sín á milli til samræmingar þar sem leitarsvæði mætast. 
 

Fjallskilanefnd skorar á land- og fjáreigendur að láta sinn hlut ekki eftir liggja og leggja fram menn í leitir skv. beiðni leitarstjóra. Með þátttöku allra er skipulag og framkvæmd mun einfaldara. 
 

Athugasemdir við fjallskilaseðil skulu berast til formanns fjallskilanefndar eigi síðar en 6. september n.k. Formaður fjallskilanefndar er Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps. 

Kvöld­ferđir almenn­ings­sam­gangna

Lítils­háttar breyting hefur orðið á kvöld­ferðum almenn­ings­sam­gangna.

Kvöldferðirnar færast aftur um 10 mínútur frá og með 11. september. Breytingin er gerð að ósk HHF til að krakkar úr öðrum byggðakjörnum sem stunda æfingar á Patreksfirði til kl. 18:30 hafi tækifæri til að klára æfingar sínar og ná síðustu ferðinni heim.

Sjá áætlunarferðir á heimasíðu Vesturbyggðar.


Ungmennaráđstefnan Ungt fólk og lýđrćđi

Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) stendur fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði dagana 22. – 24. september 2023 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar er, að jörðu skaltu aftur verða og vísar hún til umhverfis- og loftlagsmála. Eins og nafnið ber með sér er ráðstefnan fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára. Engin skylda er að vera í ungmennaráði eða félagi. Allt ungt fólk á tilsettum aldri er velkomið.

 

Á 11. fundi íþrótta- menningar- og æskulýðsnefndar Tálknafjarðarhrepps var samþykkt að kynna ráðstefnuna á miðlum Tálknafjarðarhrepps og auglýsa eftir þátttakendum á aldrinum 16-25 ára sem hefðu áhuga á að taka þátt í henni. Ungmenni á þessum aldri með lögheimili á Tálknafirði geta sent tölvupóst á talknafjordur@talknafjordur.is fyrir 15. september 2023 ef það er áhugi á því að fara á vegum sveitarfélagsins á þessa ráðstefnu.

 

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á þessari vefslóð:

https://umfi.is/vidburdir/ungt-folk-og-lydraedi/
 

Lausnamót um sjálfbćra Vestfjarđaleiđ

Lausnamótið Hacking Vestfjarðaleiðin verður haldið dagana 24. og 25. ágúst n.k. Þar gefst öllum áhugasömum um nýsköpun á Vestfjörðum og Vesturlandi kostur á að vera með og þróa nýjar og spennandi lausnir. Lausnamót er nýsköpunarviðburður þar sem áhugasamir aðilar koma saman, deila reynslu og þekkingu og skapa lausnir við vandamálum eða áskornunum og að þessu sinni verður sérstaklega unnið með sjálfbærni Vestfjarðaleiðarinnar. Viðburðurinn er frábær leið til að efla sig í að koma góðum hugmyndum í framkvæmd og að vinna gagngert að gera verkefni að veruleika.
 

Á lausnamótinu er leitað að nýjum hugmyndum og verkefnum á sviði orkunýtingar, samgangna, ferðaþjónustu, innviða, matarsóunar, viðhorfa og venja, samfélags, flutninga, iðnaðar og framleiðslu – eða hverju því sem þátttakendur kunna að finna upp á. Útkoman úr lausnamótinu gæti til að mynda verið stafræn lausn, vara, þjónusta, verkefni, hugbúnaður, vélbúnaður eða markaðsherferð.
 

Hugmyndasamkeppni fer fram samhliða þar sem verðlaunaféð er 300.000 krónur. Það eru Hacking Hekla, Vestfjarðastofa, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Blámi sem standa að viðburðinum og fer hann fram í netheimum.
 
Við hvetjum alla áhugasama til að skrá sig á www.hackinghekla.is

Hér má sjá meira um viðburðinn

Hér má kynna sér lausnamótin frekar

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 617. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 22. ágúst 2023 og hefst kl. 17:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Bókasafniđ opnar eftir sumarleyfi

Bókasafn Tálknafjarðar opnar á ný eftir sumarleyfi þriðjudaginn 22. ágúst 2023.

 

Veturinn 2023-2024 verður bókasafnið opið almenningi á þriðjudögum kl. 18:00-19:30.

 

Fólk er hvatt til þess að vera duglegt að kíkja á bókasafnið og sérstaklega barnafólk til koma og fá bækur til þess að lesa saman heima.

 

Það er alltaf heitt á könnunni í Bókasafninu.

Eldri fćrslur
« September »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Nćstu atburđir
Vefumsjón