A A A

Skýr krafa um jarđgöng

Fulltrúar samstarfsnefndar í Alţingishúsinu
Fulltrúar samstarfsnefndar í Alţingishúsinu

Fulltrúar samstarfsnefndar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar heimsóttu þingflokka á Alþingi síðasta miðvikudag. Efni fundanna var að fara yfir mikilvægi jarðganga um Mikladal og Hálfdán. Áttu fulltrúarnir gott samtal við þingmenn sem skilja vel kröfur íbúa um jarðgöng og vonandi munu þingmenn hafa það í huga þegar samgönguáætlun kemur til vinnslu og afgreiðslu á næstu mánuðum.

...
Meira

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 613. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 23. maí 2023 og hefst kl. 17:00.
 

Sjá fundarboð hér (.pdf)

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Könnun fyrir foreldra/forsjárađila vegna ţjónustu í ţágu barna

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur falið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að gera rannsókn sem mun leggja grunn að mati á árangri farsældarlaga.

 

Einn liður í rannsókninni er að mæla reynslu foreldra/forsjáraðila af núverandi þjónustu sem veitt er í mennta-, félags- og heilbrigðiskerfi, þannig að síðar verði hægt að meta hvort breyting hafi orðið á þjónustunni.

 

Þetta er gert með því að bjóða öllum foreldrum/forsjáraðilum barna á Íslandi, á aldrinum 0 til 17 ára, að svara könnun um málefnið.

 

Hvetjum foreldra/forsjáraðila til að taka þátt í könnuninni. 

Sjá upplýsingar um rannsóknina — See information about the study — Zobacz informacje o badaniu

 

Gul veđurviđvörum á Vestfjörđum föstudaginn 19. maí

Gefin hefur verið gul veðurviðvörun á Vestfjörðum vegna hvassviðris föstudaginn 19. maí 2023. Gert er ráð fyrir að vindstyrkur vaxi verulega þegar líður á föstudag og er jafnvel búist við að hvassir vindar verði ráðandi fram á sunnudag. Vindátt gæti orðið óhagstæð fyrir Tálknafjarðarhöfn og því þurfa eigendur og ábyrgðarfólk báta og skipa í höfninni að huga að fleyjum sínum fyrir og um helgina. Eins eru íbúar hvattir til að huga að lausum munum við hús og í görðum.
 

Forstöđumađur Íţróttamiđstöđvar Tálknafjarđar

Tálknafjarðarhreppur auglýsir laust til umsóknar 100% starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar.
 

Leitað er að úrræðagóðum einstaklingi sem er lipur í mannlegum samskiptum, með vilja til að taka ábyrgð, getu til að sýna frumkvæði í starfi og áhuga á að taka að sér spennandi verkefni.
 

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar ber ábyrgð á rekstri hennar þ.m.t. á íþróttahúsi, sundlaug og félagsheimili. Starfsmaðurinn sér um að skipuleggja það starf sem fram fer á vegum Íþróttamiðstöðvarinnar, ber ábyrgð á mannauði starfseminnar og ber ábyrgð á samskiptum við viðskiptavini, félög og stofnanir sem nýta Íþróttamiðstöðina. Gert er ráð fyrir því að forstöðumaður gangi vaktir að hluta.
 

Við ákvörðun um ráðningu verður horft til eftirfarandi þátta:

  • Sjórnunarreynsla og leiðtogahæfileikar.

  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

  • Jákvæðni, sveigjanleiki og góðir skipulagshæfileikar.

  • Rík þjónustulund.

  • Sjálfstæð, nákvæm og skipulögð vinnubrögð.

  • Hugmyndaauðgi, frumkvæði og drifkraftur.

  • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.

  • Geta til að tileinka sér nýja færni.

  • Góð íslenskukunnátta og geta til samskipta á ensku.

  • Önnur reynsla sem nýtist í starfinu.Fólk af öllum kynjum er hvatt til þess að sækja um. Vakin er athygli á því að umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð samkvæmt 10. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvöðun um ráðningu hefur verið tekin.
 

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélags.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri í síma 450-2500 eða í gegnum netfangið sveitarstjori@talknafjordur.is.
 

Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og skila skal umsóknum á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, Tálknafirði. 
 

Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2023.

Vinnu­dagur starfs­hópa og ný vefsíđa

Starfshópar á vinnudegi
Starfshópar á vinnudegi

Vinnu­dagur starfs­hópa um samein­ing­ar­við­ræður Vest­ur­byggðar og Tálkna­fjarð­ar­hrepps var haldinn í Flóka­lundi síðast­liðinn föstudag. Í lok dagsins var opnuð ný vefsíða þar sem nálgast má allar helstu upplýs­ingar um samein­ing­ar­við­ræð­urnar.
 

Í febrúar samþykktu sveitastjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og í kjölfarið var skipuð samstarfsnefnd um sameiningu. Nefndin skipaði í sjö starfshópa um tilgreinda málaflokka er varða sameininguna. Vinnufundur starfshópanna var haldinn í Flókalundi síðasta föstudag.
 

Hlutverk starfshópanna er að meta stöðu sveitarfélaganna í viðkomandi málaflokki og greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri ásamt því að móta fyrstu drög að framtíðarsýn fyrir viðkomandi málaflokk. Yfir 40 þátttakendur mættu til leiks og það sem einkenndi vinnu dagsins var metnaður fyrir hönd svæðisins, uppbyggileg gagnrýni og mikil gleði.
 

Starfshóparnir munu nú vinna áfram við gerð minnisblaðs sem skilað verður til samstarfsnefndar fyrir 20. maí næstkomandi. Í framhaldinu verða haldnir íbúafundir þar sem íbúum gefst tækifæri á að fara yfir fyrstu drög ásamt því að koma að sínum hugmyndum og áhersluatriðum. Þannig geta íbúar haft bein áhrif á sameiningaviðræðurnar. Það er síðan ekki fyrr en eftir íbúafundina er samstarfsnefndin mun skila áliti til sveitarstjórna um sameiningarviðræðurnar en það álit verður meðal annars byggt á vinnu starfshópanna og skoðunum íbúa frá íbúafundunum.
 

Í lok vinnudagsins var opnuð ný vefsíða, Vestfirdingar.is, þar sem nálgast má allar helstu upplýsingar um sameiningarviðræðurnar. Inn á hana munu koma fréttir um framgang viðræðna, myndir frá undirbúningsvinnu auk annarra gagna sem lögð verða fram í undirbúningsferlinu.Eldri fćrslur
« Júní »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  
Nćstu atburđir
Vefumsjón