A A A

Afmælishátíð Minjasafns Egils Ólafssonar

Kumlið í Vatnsdal – Bjarni F. Einarsson
Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur segir frá kumlinu í Vatnsdal (í Patreksfirði),

laugardaginn 13. júlí kl. 15:00.

Gengið verður um uppgraftarsvæðið og sagt frá kumlinu sem fannst í Vatnsdal árið 1964.

 

Mæting í Vatnsdal (í Patreksfirði) kl. 15:00

 

Vonumst til að sjá sem flesta.

 

Minjasafn Egils Ólafssonar

Sími: 456-1511

museum@hnjotur.is

Frá skrifstofu Tálknafjarðarhrepps

Skrifstofa Tálknafjarðarhrepps verður lokuð vegna sumarleyfa í tvær vikur

frá 29. júlí til 9.ágúst að báðum dögum meðtöldum.

 

Skrifstofustjóri

Pub Quiz á Vagninum - Flateyri

Björg er félag ungs fólks til eflingar Vestjarða. Meginmarkmið félagsins er að efla Vestfirði og gera þá að ákjósanlegri stað fyrir ungt fólk til að setjast að á.

Félagið heldur nú Pub quiz með Vestfirsku þema. Þemað er þetta því við viljum vekja athygli á aðstæðum og staðreyndum um Vestfirði.

Föstudaginn 12. júlí 2013
Vagninn - FLATEYRI
Kl. 22:30
*Vinningur í boði

Þegar að líða fer á kvöldið mun DJ Soho þeyta skífum! Tilvalið að taka vel valin spor eftir skemmtilega kvöldstund með Björg!


Facebooksíða félagsins - https://www.facebook.com/bjorg.vestfirdir

Starfsmaður við félagsstarf eldri borgara Móbergi Tálknafirði

Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandasýslu auglýsir  eftir starfsmanni við félagsstarf aldraðra. Um spennandi mótunar- og þróunarstarf er að ræða sem býður upp á fjölbreytta framtíðarmöguleika Um 40% starf er að ræða. 
 

Í starfinu felst m.a. að:

  • Móta og skipuleggja félagsstarfið
  • Fylgjast með nýjungum og innleiða þær í starfinu
  • Leiðbeina fólki við handverk og félagsstarf
  • Skipuleggja og sjá um innkaup

Menntun og hæfniskröfur:

  • Reynsla og hæfni sem nýtist við stjórnun og skipulag starfsins
  • Hæfni og áhugi á mannlegum samskiptum
  • Áhugi og færni í ýmisskonar handverki og félagsstarfi

Um laun fer skv. gildandi kjarasamningum. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst. Öllum umsóknum verður svarað.

 Allar frekari upplýsingar fást hjá Arnheiði Jónsdóttur í síma 450 2300 eða arnheidur@vesturbyggd.is.



Auglýsing: fundur í hreppsnefnd

457. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, miðvikudaginn 10. júlí 2013 og hefst kl. 17:00.  Sjá auglýsingu hér. (.pdf)


Sveitarstjóri

Starf forstöðumanns tæknideildar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps er laust til umsóknar

Hlutverk og ábyrgðarsvið:


Forstöðumaður Tæknideildar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps hefur yfirumsjón með skipulags-og byggingarmálum og öllum verklegum framkvæmdum og viðhaldi á vegum sveitarfélaganna. Forstöðumaðurinn hefur forystu um faglegan undirbúning við mótun stefnu sveitarfélagsins á sviði skipulags- og byggingamála á hverjum tíma og er skipulags og byggingarnefndum, bæjar-og sveitarstjóra og sveitarstjórnum til ráðgjafar á því sviði og sér um að lögum um mannvirki nr. 160/2010, skipulagslög nr. 123/2010 og öðrum lögum og reglugerðum varðandi byggingarmál í sveitarfélaginu sé framfylgt. Hann ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, eftirliti með viðhaldi, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.

...
Meira
Eldri færslur
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón