A A A

Fréttatilkynning vegna málþings um samgöngumál á Vestfjörðum

Málþing um samgöngumál á Vestfjörðum haldið í Íþróttahúsinu Tálknafirði, föstudaginn 21. júní 2013. Þingið var vel sótt, rúmlega 100 manns mættu víðsvegar að frá Vestfjörðum.

 

Til málþingsins var boðað til að upplýsa ný stjórnvöld og þingmenn um áherslur Vestfirðinga í samgöngumálum. Fyrir liggur sú staðreynd að þéttbýlisstaðir á Vestfjörðum eru einu byggðarlögin á landinu sem ekki eru enn komin í heilsársvegasamband, hvorki á milli helstu þéttbýlisstaða né með öruggum tengingum inn á aðalþjóðvegakerfið.

Framsögu á málþingu fluttu fulltrúar sveitarfélaga á Vestfjörðum, fulltrúar frá atvinnulífi, (fiskeldi og ferðaþjónustu), innanríkisráðherra og vegamálastjóri. 

 

Fram kom á málþinginu ;

  • að tillaga að matsáætlun um Vestfjarðaveg 60 um Gufudalssveit hefur verið kynnt og fer í formlegan feril hjá Skipulagsstofnun á næstu vikum.

Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga ítrekar fyrri ályktanir varðandi vegagerð á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit, að umhverfismati verði lokið og fjármögnun tryggð svo uppbyggður heilsársvegur á láglendi verði að veruleika fyrir árslok 2018.

  • vonir standa til að framkvæmdum sem nú standa yfir á Vestfjarðavegi 60, Kjálkafjörður – Eiði, verði lokið haustið 2014 sem er einu ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir.
  • innanríkisráðherra staðfesti vilja stjórnvalda að standa við gildandi samgönguáætlun 2011-2022. Það staðfestir framkvæmdir við Dýrafjarðargöng verða á tímabilinu 2015-2018 og samhliða því að hafin verði veggerð um Dynjandisheiði.
  • innanríkisráðherra staðfesti vilja um að stofna til samráðshóps um heilsárssamgöngur í Árneshrepp með aðkomu heimamanna.
  • fundurinn undirstrikaði mikilvægi innanlandsflugs fyrir íbúa, atvinnulíf og þá sem sækja fjórðunginn heim og hvatti innanríkisráðherra til að tryggja framtíð þess.
  • fundurinn gerði kröfu um að uppbygging fjarskipta verði hraðað. Þannig að nettening á Vestfjörðum verði eins og best gerist í landinu.
  • Á fundinum töluðu fulltrúar atvinnulífsins þar sem fram kom mikilvægi samgangna fyrir uppbyggingu nýrra gjaldeyrisskapandi atvinnugreina eins og fiskeldis og ferðaþjónustu svo ekki sé minnst á viðgang og vöxt hefðbundinna atvinnugreina. 

 

Allir þessir þættir eru mikilvægar grunnstoðir og skipta sköpum hvað varðar atvinnuuppbyggingu, búsetu og lífsgæði. Ekki eingöngu fyrir framtíð byggðar á Vestfjörðum heldur fyrir þjóðina alla.

 

Málþing um samgöngumál á Vestfjörðum, breytt tímasetning

Fjórðungssamband Vestfirðinga boðar til málþings um samgöngumál á Vestfjörðum, föstudaginn 21. júní kl. 12:30–15:00  í Íþróttahúsinu Tálknafirði.
 
Frummælendur eru Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Albertína Fr. Elíasdóttir formaður FV, Sigurður Pétursson formaður samgöngunefndar FV, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir oddviti Tálknafjarðarhrepps og Guðbrandur Sverrisson Kaldrananeshreppi.
 
Fundarstjóri er Indriði Indriðason, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Málþingið er opið öllum sem áhuga hafa á málefninu.

 

Vakin er athylgi á að tímasetningu hefur verið breytt og hefst málþingið kl 12:30 og lýkur kl 15:00.

www.fjordungssamband.is

Dýralæknir á svæðinu

Miðvikudaginn 19.júní n.k.  verður Sigríður Inga dýralæknir stödd hér á svæðinu. Hringja þarf ef fólk vill fá tíma hjá Sigríði, tímapantanir eru í síma 861-4568.

Dagur hinna villtu blóma

Sunnudaginn 16. júní er dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur um allt land. Landverðir við Látrabjarg ætla að bjóða gestum í 2 klst. náttúruskoðunarferð um brúnir Látrabjargs. Lagt verður af stað frá vitanum á Bjargtöngum kl. 14:00. Þetta verður létt ganga og mælst er til að vera vel skóaður og klæða sig eftir veðri. Gott er að hafa meðferðis plöntuhandbók til að greina einstaka plöntur sem verða á vegi okkar og ekki verra að hafa stækkunargler og kíkir.

Nánari upplýsingar í síma 822-4019.

 

Hlökkum til að sjá ykkur: Landverðir

Ef lífið væri söngleikur

Ef lífið væri söngleikur- söngleikjatónleikar á heimsmælikvarða
Tálknafirði og Patreksfirði 21. og 22. Júní


Dagana 21. og 22. júní munu söngleikjatónleikar óma um Tálknafjörð og Patreksfjörð. Leikararnir og söngvararnir Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Orri Huginn Ágústsson flytja lög úr söngleikjum sem allir þekkja.


Þau halda kvöldtónleika bæði í Tálknafjarðarkirkju og Sjóræningjahúsinu Patreksfirði þar sem flutt verður brot af því besta frá allri tónleikaröðinni sem slegið hefur í gegn í Salnum, Kópavogi í vetur. M.a. flytja þau lög úr My Fair Lady, Fiddler on The Roof, Evita, Phantom of the Opera, Rocky Horror, Rent, Jesus Christ Superstar og Litlu hryllingsbúðinni. Við flygilinn situr píanóleikarinn Karl Olgeirsson og mega tónleikagestir eiga von á söngleikjatónleikum á heimsmælikvarða. Miðaverð kr. 2.500.-


Laugardaginn 22. júní kl 15:00 flytur sami hópur sérstaka barnadagskrá með lögum úr þekktum teiknimyndum og söngleikjum. Af nógu er að taka og komið víða við þar sem flutt verður tónlist Söngvaseið, Ólíver, Annie, Kongungi ljónanna o.fl.  Þetta verður hin besta skemmtun fyrir börn á öllum aldri. Miðaverð á barnatónleikana er kr. 1.000.- Frítt fyrir 2ja ára og yngri.

...
Meira

Auglýsing: fundur í hreppsnefnd

456. fundur hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, miðvikudaginn 12. júní 2013 og hefst kl 17.00.  Sjá fundarboð hér (.pdf)


Sveitarstjóri.

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón