A A A

Alþingiskosningar 2013

Kjörfundur vegna alþingiskosninga verður í grunnskóla Tálknafjarðar á kjördag, þann 27 apríl 2013. Kjörfundur er frá 10.00 til kl 18.00.

 

Sveitarstjóri

Skógarganga á Gileyri í Tálknafirði

1 af 2

Fyrsta skógarganga vorið 2013 var gengin 18. apríl á Gileyri í Tálknafirði.

19 gestir mættu til Torfa E. Andréssonar til að fræðast um það sem hann hefur verið að sýsla í skógrækt á jörð sinni undanfarin ár en þar gróðursetti hann tæplega 55 þúsund plöntur af 30 tegundum árin 2002-2008. Fullplantað er í svæðið sem er alls rúmir 24 hektarar.  Vöxtur er með miklum ágætum víðast og göngumenn fundu víða greni sem komið var á þriðja meter og aspir 4-5 m. Vel lánuð framkvæmd á Gileyri og sýnir ágæt skógræktarskilyrði í Tálknafirði.

Að lokinni léttri göngu hresstu gestir sig á ketilkaffi og kleinudjöfla heima við bæ.

 

Skjólskógar og Félag skógarbænda á Vestfjörðum færa Torfa hinar bestu þakkir fyrir heimboðið.

Auglýsing um skipulagslýsingu

Auglýsing um skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Tálknafjarðar 2006-2018 vegna Norðurbotns í Tálknafirði.


Gerð hefur verið svokölluð lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Tálknafjarðar 2006-2018 vegna breytingar á landnotkun í Norðurbotni í Tálknafirði sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

...
Meira

FSN auglýsir eftir framhaldsskólakennurum

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennurum.


Skólinn er framhaldsskóli með áfangasniði þar sem í boði eru stúdentsbrautir, almenn námsbraut og starfsbraut. Skólinn er með framhaldsskóladeild á Patreksfirði. Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru  nýting upplýsingatækni í skólastarfi, fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat.

...
Meira

Sumarstörf

Laus eru störf sundlaugarvarða í Íþróttahúsi Tálknafjarðar, ásamt starfi starfsmanns á tjaldsvæði.


Um er að ræða starfshlutföll sem eru 100% og felst það  í afgreiðslu, gæslu og vörslu með íþróttasal, sundlaug, klefagæslu og þrif annars vegar og hins vegar þrifum og innheimtu á tjaldsvæði.

...
Meira

Kjörskrá vegna alþingiskosninga

Kjörskrá Tálknafjarðarhrepps vegna alþingiskosninga þann 27. apríl 2013 mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Miðtúni 1 frá og með 17. apríl 2013 til kjördags á opnunartíma skrifstofu. Einnig er bent á vefinn kosning.is en þar er hægt að nálgast upplýsingar hvar einstaklingar eru á kjörskrá.


Sveitarstjóri

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón