A A A

Borun á vinnsluholu í landi Litla - Laugardals

Borun við Hoffell í Hornafirði. mynd: ruv.is
Borun við Hoffell í Hornafirði. mynd: ruv.is

Eins og kunnugt er stendur til að bora eftir heitu vatni í landi Litla-Laugardals.  Tálknfirðingar eru orðnir ansi langeygir eftir að borun hefjist, enda gríðarlegur áhugi og spenna fyrir því að hér finnist nægilegt vatn til þess að leggja hitaveitu í þorpið.  Á fundi hreppsnefndar í nóvember kom fram að von væri á bormönnum Ræktunarsambands Flóa og Skeiða um miðjan desember, það gekk því miður ekki vegna ófyrirsjáanlegra tafa af völdum bilana við vinnslu á núverandi verki sem er að Hoffelli við Höfn í Hornafirði.  Strax að því verki loknu mun borinn koma hingað og hafist verður handa við borun.
 
Meðfylgjandi er linkur inn á frétt RÚV þar sem þessi staða kemur fram. 

http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/18012013/heitt-vatn-fyrir-hofn

Endurbygging stálþils á Tálknafirði

1 af 2

Á Tálknafirði er nú lokið fyrri áfanga endurbyggingar á gömlu bryggjunni. Gamla stálþilið var rekið niður 1960 og er því 53 ára gamalt. Í þessari lotu var var nýtt þil rekið utan um það gamla, alls 151 m með -6 m dýpi. Viðlegan beggja vegna er um 66,0 m og gaflinn um 17 m. Verkið hófst í júní árið 2011 með kaupum á 259 tonnum  af þilefni úr grunni tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík en stög og festingaefni voru innflutt frá Þýskalandi.

...
Meira

Aukaferð 9. febrúar

Til allra viðskiptavina ferjunnar Baldurs.

 

Aukaferð verður laugadaginn 9. febrúar.

 

Frá Stykkishólmi    kl. 09:00

Frá Brjánslæk         kl. 12:00

 

Komið við í Flatey ef á þarf að halda.

Þorrablót Tálknfirðinga

Þorrablót Tálknfirðinga verður haldið laugardaginn 26. janúar 2013
Í Íþrótta og félagsheimili Tálknafjarðar.
 Miðaverð kr. 6.000,-
Hægt er að skrá sig fram á miðvikudag 23. jan. 2013
Listinn liggur frammi í Tálknakjöri.

Koma svo allir !!!!

Indriði ráðinn sveitarstjóri

Indriði Indriðason
Indriði Indriðason

Indriði Indriðason  hefur verið ráðinn sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.  Indriði er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskólanum á Akureyri og er hann að ljúka MS.c námi í fjármálum og alþjóða bankahagfræði við Háskólann á Bifröst.   Indriði hefur reynslu og þekkingu á sveitarstjórnarmálum og hefur m.a. starfað sem fjármálastjóri, bæjarritari og staðgengill sveitarstjóra, nú síðast hjá Rangárþingi Ytra.  Indriði mun hefja störf frá og með 4. febrúar n.k.

Auglýsing: fundur í hreppsnefnd

450. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að Miðtúni 1, Tálknafirði, þriðjudaginn 22. janúar 2013 og hefst kl. 17:00. 

Sjá auglýsingu hér.

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón