A A A

Sorphirðudagatal

Sorphirðudagatal janúar  til og með júní 2013 er komið á vefinn.
Hægt er að nálgast það á vef Gámaþjónustu Vestfjarða eða með því að smella hér.

Þjóðvegur 60 – saga sigra og svikinna loforða

Kristinn Bergsveinsson
Kristinn Bergsveinsson

Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal skrifar:


Firðirnir við norðanverðan Breiðafjörð voru um aldir notaðir til samgangna. Að sumrinu á bátum en á hestum og gangandi á vetrum yfir ísilagða firðina. Vélaöld hófst með litlum dráttarvélum upp úr 1950.


Veturinn 1971 fór Reynir í Fremri-Gufudal ferð á ís á dráttarvél að sækja börn okkar í Reykhólaskóla. Skólastjóri keyrði börnin inn undir Skútunaust og þar tók Reynir dótið á vélina en börnin gengu.


Einhverju sinni skruppum við bræður á gömlum Plymouth-bíl frá Gufudal út Gufufjörð og inn Þorskafjörð að Kinnarstöðum, á traustum ís og í góðu færi. Varðandi þá ferð situr í minni, að við vorum fljótir í för.


Tíu ár eru síðan deilur um vegi í Gufudalssveit hófust, þ.e. um svonefnda B-leið. Tuttugu ár síðan svæðisskipulag var samþykkt á þeirri leið. Ástæða er til að rifja upp þann feril þótt ófagur sé.

...
Meira

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Sendum hugheilar jóla- og nýárskveðjur til íbúa Tálknafjarðarhrepps og annarra Vestfirðinga, nær og fjær.

Með kærri þökk fyrir árið sem er að líða.

Hreppsnefnd og starfsfólk Tálknafjarðarhrepps.

Laus störf hjá Tálknafjarðarhrepp


  • Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara Móbergi Tálknafirði
    Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandasýslu auglýsir starf forstöðumanns við félagsstarf aldraðra laust til umsóknar. Um spennandi mótunar- og þróunarstarf er að ræða sem býður upp á fjölbreytta framtíðarmöguleika Um 40% starf er að ræða.


  • Starfsmaður í félagslegri heimaþjónustu á Tálknafirði.
    Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandasýslu auglýsir eftir starfsmanni til í heimaþjónustu á Tálknafirði. Um hlutastarf er að ræða.

...
Meira

Helgihald um hátíðirnar

Þorláksmessa 23. desember:

Jólasunnudagaskóli barnanna kl.14:00 í Patreksfjarðarkirkju.
Jólasveinar koma í heimsókn og öll börn fá pakka !

Léttir jólatónleikar í Patreksfjarðarkirkju kl. 20:00
þar sem fram koma Gísli Magnason og Aðalheiður Þorsteinsdóttir.  Enginn aðgangseyrir.
 

Aðfangadagur 24. desember:

Guðsþjónusta í Bíldudalskirkju kl 16:00

Helgistund á sjúkrahúsi kl. 17:20

Aftansöngur í Patreksfjarðarkirkju kl. 18:00

Aftansöngur í Tálknafjarðarkirkju kl. 22:00
 

Jóladagur 25. desember:

Hátíðarguðsþjónusta í Hagakirkju Barðaströnd kl. 13:30

Hátíðarguðsþjónusta í Sauðlauksdalskirkju kl. 16:00
 

Sunnudagur 30. desember

Guðsþjónusta í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi kl. 14:00
 

Gamlársdagur 31. desember

Léttmessa í Bíldudalskirkju kl. 14:00

Aftansöngur í Patreksfjarðarkirkju kl. 16:00
 

Sunnudagur 6. janúar

Guðsþjónusta í Tálknafjarðarkirkju kl. 11:00

Öll börn sem koma til kirkju um hátíðirnar fá gjöf frá söfnuði sínum.
Verið öll hjartanlega velkomin til kirkju á helgri hátíð!

Guð gefi okkur öllum gleðileg jól
 

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga 21. desember 2012

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 21. desember í  hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.

 

Allir velunnarar skólans eru velkomnir.

Skólameistari

Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón