A A A

Fjárhagsáætlunargerð 2013

Vinna stendur yfir við gerð fjárhagsáætlunar Tálknafjarðarhrepps fyrir árið 2013.  Auglýst er eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar.
 

Þeir aðilar sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillögur og/eða ábendingar er varða næsta fjárhagsár Tálknafjarðarhrepps eru hvattir til að skila þeim á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps fyrir 16.nóvember 2012.  Umsóknum félagasamtaka um fjárstyrki skal fylgja ársreikningur  2011.  

Oddviti.

Aukaferð með Baldri

Vegna jarðafarar á Patreksfirði laugardaginn 3. Nóvember n.k. verður farin aukaferð hjá ferjunni Baldri.


Brottfarir sem hér segir.:

  • Frá Stykkishólmi   kl 09:30.
  • Frá Brjánslæk        kl 18:00.

Bók um Gísla á Uppsölum kemur út í dag

Bókakápan og rithöfundurinn.
Bókakápan og rithöfundurinn.

„Ég heillaðist af Gísla ellefu ára gömul þegar ég horfði á Stiklur í sjónvarpinu. Hann náði til allra kynslóða og það voru allir að tala um hann,“ segir Ingibjörg Reynisdóttir rithöfundur og leikkona, en hún gefur í dag út bók um lífsöngu Gísla á Uppsölum. Bókin nefnist einfaldlega „Gísli á Uppsölum“, en hún er í grunnatriðum byggð á heimildum þótt höfundur taki sér skáldaleyfi stöku sinnum. Ingibjörg segir hugmyndina að bókinni hafa kviknað þegar hún tók að segja syni sínum sögur af Gísla.

...
Meira

Auglýsing um kjörfund í Tálknafjarðarhreppi

Kjörfundur í Tálknafjarðarhreppi vegna þjóðaratkvæðagreiðslu, laugardaginn 20.október, verður í  Tálknafjarðarskóla.

 

Kjörfundur verður settur

kl. 10:00 og stendur til kl. 18:00. 

 

Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki og framvísa þeim ef um er beðið.

 

Kjörstjórn Tálknafjarðarhrepps.

Erindi um sorg og sorgarviðbrögð

Mánudaginn 22. október nk. kl. 20.00  flytur sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur á Landsspítala – háskólasjúkrahúsi, erindi um sorg og sorgarviðbrögð í  Félagsheimilinu Patreksfirði.  Sr. Sigfinnur hefur áratuga reynslu í sorgarvinnu með einstaklingum, fjölskyldum og hópum sem sjúkrahúsprestur og áður sóknarprestur.  Fyrirlesturinn er öllum opinn og þar gefst tækifæri til umræðna og fyrirspurna. 
 

Verið öll hjartanlega velkomin

Sóknarprestur

Fyrsti súpufundur vetrarins

Lilja Magnúsdóttir verkefnastjóri Matís á Patreksfirði kynnir starfssemi Matís og þá möguleika sem starfsstöð á Patreksfirði hefur fyrir samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum.

Sjórænigjahúsið
, fimmtudaginn 18. október, klukkan 12:30.


 

...
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Næstu atburðir
Vefumsjón