A A A

Laust starf hjá Tálknafjarðarhrepp

Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Tunglsins


Starfið hefur fyrst og fremst farið fram á kvöldin, en félagsmiðstöðin hefur verið opin tvö kvöld í viku; mánudaga og föstudaga.  Forstöðumaður mun í samstarfi við nemendur hafa óbundnar hendur með breytingar á starfinu, með það að markmiði að efla starfið.

...
Meira

Opnun sleðagötu í Tálknafirði

Tálknafjarðarhreppur hefur haft það að venju til margra ára að opna sleðagötu á Tálknafirði þegar aðstæður skapast og börnin í þorpinu þyrpast út með sleðana sína.  Hrafnadalsvegur gegnir þessu hlutverki, vegurinn sá er það vel staðsettur að  vítt er til veggja og  einfalt að loka hann af.   Þessi ráðstöfun hefur fallið í góðan jarðveg hjá þorpsbúum og hafa allir sýnt þessu mikinn stuðning og skilning og það ber að þakka. 

 

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir

Oddviti Tálknafjarðarhrepps

Smáskipanám á Patreksfirði

Ef næg þátttaka fæst er fyrirhugað  að halda réttindanámskeiðið Smáskipanám á Patreksfirði í desember og janúar. Fyrirhugað er að byrja mánudaginn 5. desember 2011 og lýkur námskeiðinu í janúar 2012.

...
Meira

Kvæðakvöldið með fjarfundarbúnaði

Kvæðakvöldið fer fram með fjarfundarbúnaði í samvinnu við Rímu sem stýrir „fjarkvæðakvöldinu“ að þessu sinni. Kenndar verða skemmtilegar stemmur og fjörlegir fimmundasöngvar og kveðið svo undirtekur í fjöllunum.

...
Meira

Auglýsing: fundur í hreppsnefnd

434. fundur Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps verður haldinn að  Miðtúni 1, Tálknafirði, miðvikudaginn 23. nóvember 2011 og hefst kl. 17:00.

 

Sjá fundarboð hér.

Hvatningarverðlaun í heilsutengdri ferðaþjónustu

Til að tryggja áframhaldandi þróun á sviði heilsuferðaþjónustu á Íslandi hefur iðnaðarráðherra ákveðið að veita ein hvatningarverðlaun að fjáhæð ein milljón króna til áhugaverðra verkefna á sviði heilsuferðaþjónustu. Verðlaunin verða veitt í desember næstkomandi.

Umsóknum skal skilað til Ferðamálastofu eigi síðar en 20. nóvember næstkomandi á séröku umsóknareyðublaði.

...
Meira
Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Vefumsjón