Ögmundur vill kanna allar mögulegar láglendisleiðir nema um Teigskóg
Það var Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hóf umræðuna um Vestfjarðaveg 60 um Gufudalssveit á Alþingi í gær og spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um hvað nú tæki við, eftir að heimamenn hafa allir í kór hafnað tillögu hans um að leggja nýjan veg um hálsana tvo, Hjallaháls og Ódrjúgsháls.
...Meira