A A A

Gengu af fundi ráðherra

Fámennt var á fundinum eftir að þorri fundargesta gekk út í mótmælaskyni.
Fámennt var á fundinum eftir að þorri fundargesta gekk út í mótmælaskyni.

Nokkur hundruð manns gengu í hádeginu af fundi með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra til að láta í ljós óánægju með vegabætur á Vestfjarðarvegi. Á fundinum, sem haldinn var í félagsheimilinu á Patreksfirði, var lesin upp yfirlýsing frá íbúum þar sem þeir höfnuðu nýrri fjallvegaleið. Talið er að um 500 manns hafi sótt fundinn og að flestir hafi gengið út

...
Meira

Haustleikferð Kómedíuleikhússins

1 af 2

Kómedíuleikhúsið verður með tvo einleiki í Dunhaga á morgun, laugardaginn 17. sept. Sýningar hefjast kl. 20:00. Boðið verður upp á kaffi og konfekt. Sýnd verða leikritin Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix sem bæði hafa fengið ferska og góða dóma áhorfenda. Leikirnir verða sýndir hver á eftir öðrum en gert verður stutt hlé á milli leikrita. Miðaverð er aðeins 1.900.- krónur.

...
Meira

Ráðherra boðar til íbúafundar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað til fundar með íbúum í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi í Félagsheimilinu á Patreksfirði á þriðjudag kl. 12. Þar verður rætt um tillögu ráðherra að svokallaðri D-leið við lagningu nýs þjóðvegar sem felst meðal annars í því að vegurinn fer um Hjallaháls og Ódrjúgsháls.

...
Meira

„Fólk er reitt og sorgmætt“

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti „Fólk er reitt og sorgmætt,“ segir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti í Tálknafjarðarhreppi aðspurð um viðbrögð heimamanna við ákvörðun innanríkisráðherra að nýr þjóðvegur á sunnanverðum Vestfjörðum verði ekki lagður um Teigsskóg við Þorskafjörð. „Þau viðbrögð ættu svo sem ekki að koma á neinum á óvart þar sem íbúar í allri sýslunni hafa á tveimur fjölmennum íbúafundum harðlega mótmælt að þessi leið verði farin,“ bætir Eyrún við.

...
Meira

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarverkefna á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

...
Meira

Foreldrafundur FSN

Foreldrafundur

Fimmtudaginn 8. september 2011 – kl. 20.00

 

Foreldrar/forráðmenn nemenda Fjölbrautaskóla Snæfellinga eru boðaðir á foreldrafund fimmtudaginn 8. september 2011 – kl. 20.00 – 21:30 í húsnæði skólans í Grundarfirði og á Patreksfirði.

 

Dagskrá:

  • Ávarp skólameistara
  • Kynning á áfangakerfi, stundatöflu, stoðþjónustu og skólareglum
  • Kynning á INNU - upplýsingakerfi skóla, Moodle – kennslukerfi FSN
  • Kynning á NFSN – nemendafélagi og félagslífi
  • Möguleiki foreldra/forráðamanna að hafa áhrif - Foreldrafélagið
  • Umræður og önnur mál
  • Umsjónarkennarar hitta foreldra

Jón Eggert Bragason, skólameistari 

Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Næstu atburðir
Vefumsjón