A A A

Fyrsti áfangi í endurnýjun fráveitu

Ađalsteinn Magnússon og Bryndís Sigurđardóttir viđ undirritun samnings um  endurnýjun fráveitukerfis.
Ađalsteinn Magnússon og Bryndís Sigurđardóttir viđ undirritun samnings um endurnýjun fráveitukerfis.
1 af 2

Tálknafjarðarhreppur og Allt í járnum ehf undirrituðu í dag samning um vinnu hins síðarnefnda við fyrsta áfanga í endurnýjun fráveitukerfis sveitarfélagsins. Fráveitukerfið þarfnast sárlega endurnýjunar og því fagnaðarefni fyrir bæjarbúa að loksins séu stigin þessi fyrstu skref, hálfnað verk þá hafið er á því miður ekki við, það eru stórir og dýrir áfangar eftir. 
   

Það má segja að starfstími núverandi sveitarstjórnar hafi hafist með illa lyktandi hvelli þegar lögnin á höfninni sprakk eftir langa og stranga kosninganótt og þar með var forgangsröðun framkvæmda ráðin. Áfanginn sem framkvæma á í sumar er að leggja nýja útrás frá fráveitunni, frá lóðarmörkum Strandgötu 25 og út í sjó. Lögð verður 1200 mm lögn við fráveitulögnina sem liggur undir Strandgötu og gegnum sundið milli Strandgötu 25 og 27. Jafnframt verður lögð fráveitulögn frá íbúðabyggð og tengd inn á nýju lögnina. Næstu áfangar eru við skóla og íþróttamiðstöð, þar þarf bæði að setja niður rotþrær og útrás. Áfangar 4 og 5 felast í lögnum frá Lækjargötu og neðan Strandgötu og áfangi 6 er ný útrás. Lokaáfanginn er svo hreinsistöð. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir slaga hátt í 200 milljónir og þær hristum við ekki fram úr hendinni. 
   

Það er mikill styrkur fyrir sveitarfélagið að hafa þjónustufyrirtæki eins og Allt í járnum ehf innan sinna vébanda og gleðiefni að geta samið við heimamenn um svona verk.

 

Bryndís Sigurðardóttir

Sveitarstjóri

 

Guđsţjónusta á Jónsmessu í Stóru-Laugardalskirkju

Þann 24. júní klukkan 22:00 á Jónsmessu, verður árleg guðsþjónusta í Stóru-Laugardalskirkju. Sr. Kristján Arason prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kórnum munu leiða okkur í fallegum og þægilegum sálmasöng, sem allir ættu að kannast við, undir stjórn Marion Worthmann. Fjölmennum og njótum kvöldsins saman.

Framúrskarandi árangur hjá Sjótćkni á Tálknafirđi

1 af 2

Sjótækni ehf á Tálknafirði stóðst á dögunum alþjóðlega öryggisvottun, ISO 45001 og fékk endurnýjaða vottun á umhverfisstaðlinum ISO 14001, eftir því sem best er vitað er fyrirtækið fyrsta útgerðar- og verktakafyrirtæki landsins sem fær báðar þessar vottanir á starfsemi sína. 
    

Sjótækni er hafsækinn verktaki sem sinnir uppsetningu, eftirliti, viðhaldi og þjónustu við ýmiskonar mannvirki í sjó og vatni fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög ásamt því að reka öfluga köfunarþjónustu. Framkvæmdir tengjast meðal annars neðansjávarlögnum, mannvirkjum í sjó og vatni, fiskeldi, skipaþjónustu, virkjunum og stóriðju. Fyrirtækið gerir út báta, vinnuskip, pramma og bílaflota og mikið af sérhæfðum tækjum og búnaði svo sem kafbáta og mælingatæki af fullkomnustu gerð.
    

Aðalstarfsstöð fyrirtækisins er á Tálknafirði og hjá Sjótækni starfa 15 starfsmenn

Tillaga ađ starfsleyfi Fjarđalax ehf. í Patreks- og Tálknafirđi

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Fjarðalax ehf. vegna laxeldis í Patreks- og Tálknafirði. Starfsleyfi var gefið út vegna eldisins þann 27.12.2018 en var fellt úr gildi af úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem talið var að skorti á umræðu um valkosti í umhverfismati. Unnið er með eldri umsókn og ný gögn sem rekstaraðili hefur lagt fram vegna eldisins.
 

Umhverfisstofnun telur að mengun verði aðallega í formi lífræns úrgangs (bæði í föstu og uppleystu formi) sem frá eldinu muni berast í viðtakann. Að mati stofnunarinnar eru áhrif mengunarinnar afturkræf og munu því ekki hafa varanlega áhrif á umhverfið. Eldið er kynslóðaskipt og svæði hvíld á milli kynslóða þannig að botninn jafni sig á milli. Breyting á eldissvæði mun ekki breyta afstöðu Umhverfisstofnunar hvað varðar lífrænt álag enda munu kröfur um vöktun í starfleyfi taka á þeim þætti. Er það einnig mat stofnunarinnar að breytingin á eldissvæði sé ekki líkleg til að auka á lífrænt álag í firðinum heldur sé hún til þess fallin að draga úr neikvæðum umhverfisaðstæðum. 
 

Athugasemdir við tillöguna og fylgigögn skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 15. júlí 2019. 
 

Tengd skjöl:
Tillaga að starfsleyfi
Starfsleyfisumsókn
Matsskýrsla Patreks- og Tálknafjörður
Matsskýrsla Patreks- og Tálknafjörður, viðbótargögn
Álit Skipulagsstofnunar
Annað álit Skipulagsstofnunar
Vöktunaráætlun

Eldri fćrslur
« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Nćstu atburđir
Vefumsjón