A A A

Vetraropnun Íţróttamiđstöđvar

Mánudaginn 21. ágúst 2023 tekur vetraropnun Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar gildi. Opið verður í sundlaug og lyftingasal á eftirfarandi tímum:

 

Mánudagar til fimmtudaga:        kl. 09:00-13:00 og kl. 15:00-20:00

Föstudagar:                                       kl. 12:00-18:00

Laugardagar:                                     kl. 11:00-14:00

Sunnudagar:                                     Lokað

Hætt er að selja ofan í laugina hálftíma fyrir auglýstan lokunartíma.

 

Síminn í Íþróttamiðstöðinni er 450-2510.

Íţróttamiđstöđin lokuđ á sunnudaginn

Af óviðráðanlegum orsökum verður Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar lokuð sunnudaginn 20. ágúst 2023.
Opnað verður að nýju kl. 09:00 mánudaginn 21. ágúst 2023.

 

Hinseg­in­hátíđ sunn­an­verđra Vestfjarđa

Öflugt teymi sjálf­boða­liða vinnur nú hörðum höndum við skipu­lagn­ingu hinseg­in­há­tíðar sem verður haldin á Patreks­firði 18. og 19. ágúst 2023.
 

Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og hefst á fjölskyldubingó vikuna fyrir hátíðina. Hægt er að taka þátt í bingóinu hvar sem er af landinu. Af helstu viðburðum má nefna sundlaugarpartý fyrir fjölskylduna í Bröttuhlíð, gleðigöngu og fjölskyldupartý við FLAK. Nánari upplýsingar um dagskrána og sölu varnings má finna á Facebook-viðburði hátíðarinnar.
 

Hinsegin hátíð var haldin í fyrsta skipti á svæðinu í fyrra með góðri þátttöku. Skipuleggjendur hvetja íbúa og aðra gesti til að mæta og sýna hinsegin samfélaginu stuðning.

Alţjóđ­lega píanó­há­tíđin á Vest­fjörđum

Píanó­leik­arar á heimsklassa koma fram á Alþjóð­legu píanó­hátíð Vest­fjarða sem er haldin á Patreks­firði og Tálkna­firði þessa vikuna.
 
Hátíðin var haldin í fyrsta skipti í fyrra að frumkvæði Andrews J. Yang sem er jafnframt listrænn stjórnandi hennar. Listamenn hátíðarinnar sem hanna prógram tónleikanna og leika fyrir gestina koma víðs vegar að úr heiminum. Ásamt því kenna þeir á meistaranámskeiði sem haldið er fyrir nemendur á svæðinu sem líkur með tónleikum. Hátíðin hlaut Eyrarrósina, verðlaun veitt framúrskarandi menningarverkefnum utan höfuðborgarsvæðisins, fyrr á árinu. Þar að auki hefur hátíðin hlotið styrki víðs vegar að, þar á meðal frá menningar- og ferðamálaráði Vesturbyggðar.
 
Píanóleikarar hátíðarinnar að þessu sinni eru Antoinette Perry frá Bandaríkjunum, prófessor í USC Thornton School of Music í Los Angeles, Dr. Nína Margrét Grímsdóttir, formaður framhaldsnáms við Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Myung Park frá Suður-Kóreu og Frakklandi, tónskáld og píanóleikari með aðsetur í París, og Andrew J. Yang frá Bandaríkjunum.
 
Viðburðirnir í ár eru haldnir á Patreksfirði og Tálknafirði. Nánari upplýsingar um tónleikana, listamennina, hátíðina og miðakaup má finna á heimasíðu hátíðarinnar.Röskun á starfsemi Íţróttamiđstöđvar á ţriđjudag og miđvikudag

Opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar mun raskast aðeins á þriðjudegi og miðvikudegi í þessari viku vegna funda hjá starfsfólki. Þriðjudaginn 15. ágúst mun Íþróttamiðstöðin loka kl. 18:00 og miðvikudaginn 16. ágúst verður lokað á milli kl. 10:00 og 12:00.


Skipulagsauglýsing

Aðalskipulag

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

 

Breyting á Aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2006‐2018, iðnaðarsvæði I2-Gileyri, breyting á skilmálum.

  SA26I_grg-Br_ASK_april2023 (.pdf)

Breytingin varðar textabreytingu fyrir iðnaðarsvæði I2 við Gileyri í Tálknafirði. Um er að ræða textabreytingu á aðalskipulaginu en engar breytingar verða gerðar á uppdrætti. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður unnin breyting á deiliskipulagi seiðaeldis í landi Gileyrar og Eysteinseyrar.
 

Breyting á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Gileyrar og Eysteinseyrar Tálknafirði.
  2023.06.02 Breytt delisk. Gileyrar og Eysteinseyrar (.pdf)
Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði seiðaeldis í landi Gileyrar og Eysteinseyrar Tálknafirði. Breyting deiliskipulagsins á sér fyrst og fremst stað í aukningu á framleiðslumagni stöðvarinnar. Í dag er leyfi fyrir 200 tonna hámarkslífmassa en til stendur að auka framleiðslu stöðvarinnar í 1000 tonna hámarkslífmassa á ári. Breytingin er framsett í texta bæði í deiliskipulaginu og aðalskipulaginu og uppdráttur því óbreyttur.

 

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 frá og með mánudeginum 14. ágúst til 26. september 2023. Þær verða einnig til sýnis á heimasíðu Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is.
 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við til 26. september 2023.
 

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps, Strandgötu 38, 460 Tálknafirði.
 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps
 

Eldri fćrslur
« September »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Nćstu atburđir
Vefumsjón