A A A

Styrkir til rannsókna og nýsköpunar í Vestur Barđastrandasýslu

Opnað hefur verið fyrir umsóknir úr rannsókna- og nýsköpunarsjóði Vestur- Barðastrandasýslu (Ranníba). Sjóðurinn hefur það hlutverk að fjölga atvinnutækifærum með því að efla rannsóknir og nýsköpunarstörf fyrirtækja, einstaklinga og stofnana sem hafa aðsetur eða lögheimili í Vestur-Barðastandasýslu. 

Úthlutun verður í maí 2019 og verður sérstaklega litið til verkefna sem: 

 • Stuðla að búsetu ungs fólks.
 • Efla samstarf á milli svæða.
 • Efla þekkingu á auðlindum svæðisins.
 • Stuðla að aukinni menningarstarfsemi.
 • Stuðla að bættri umgengni við umhverfið og náttúru.

 Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2019 og er hægt að skila umsókn hér.
 

Spennandi sumarstörf á Minjasafninu ađ Hnjóti

Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti auglýsir eftir fólki til starfa á safninu sumarið 2019.
 
Helstu verkefni eru leiðsagnir um safnið, afgreiðsla í kaffiteríu, almennum þrifum.
 

Við leitum að jákvæðum, þjónustulunduðum, skipulögðum og snyrtilegum einstaklingum með hæfni í mannlegum samskiptum.
 
Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði og frekari tungumálakunnátta er kostur.

Frítt húsnæði er í boði fyrir starfsfólk í 5 km fjarlægð frá safninu. Eigið farartæki er kostur.
 

Frábært tækifæri fyrir nema eða annað áhugafólk um sögu, menningu og náttúru sunnanverðra Vestfjarða.
 

Atvinnuumsókn sendist fyrir 10. mars á netfangið museum@hnjotur.is
 

Frekari upplýsingar um starfið gefur Inga Hlín Valdimarsdóttir í síma 456-1511 eða á museum@hnjotur.is.
 

Konudagsfjör

Í tilefni af konudeginum síðastliðinn sunnudag ætlar íþróttamiðstöð Tálknafjarðar að halda konudagsfjör föstudaginn 1. mars. Fjörið hefst stundvíslega kl. 20:30 og mun dagskráin vera eftirfarandi:

Zumba strong - 20 mínútur
Zumba - 20 mínútur
Pallatími - 20 mínútur
Yoga - 20 mínútur

Að sjálfsögðu endum við fjörið á að fara í pottinn og þiggja léttar og góðar veitingar.

Afhending samfélagsstyrkja Orkubús Vestfjarđa 2018

Formleg afhending styrkjanna fór fram fyrr í dag 26.02.2019 kl. 11:00 í húsnæði OV að Stakkanesi Ísafirði, Eyrargötu Patreksfirði og Skeiði 5 Hólmavík.

Alls bárust 88 umsóknir og að þessu sinni voru veittir 42 styrkir samtals að fjárhæð 4.000.000 kr.

Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni voru:

 • Félag eldri-borgara í Önundarfirði: Sumarferðir o.fl. - 50.000 þús. kr.
 • Gísla saga Haukadal: Víkingaskóli barnanna - 50.000 þús. kr.
 • Golfklúbbur Bolungarvíkur: Golfkennsla, barna og unglingastarf - 50.000 þús. kr.
 • Golfklúbbur Ísafjarðar: Golfkennsla - 50.000 þús. kr.
 • Golfklúbburinn Gláma Þingeyri: Bæta aðstöðu á golfvellinum - 50.000 þús. kr.
 • Hestamannafélagið Stormur Vestfjörðum: Barna og unglingastarf - 50.000 þús. kr.
 • Ingastofa - Holt í Önundarfirði Friðarsetur: Menningarstarf - 50.000 þús. kr.
 • Íþróttafélagið Grettir: Gönguskíðabúnaður barna - 50.000 þús. kr.
 • Íþróttafélagið Ívar: Efling badmintonþjálfunar - 50.000 þús. kr.
 • Krabbameinsfélagið Sigurvon: Fræðsla og forvarnir - 50.000 þús. kr.
 • Minningarsjóður um Svan Ís 214: Minningarathöfn og upplýsingaskilti - 50.000 þús. kr.
 • Nemendafélag Menntaskólans á Ísafirði: Sólrisuvika - 50.000 þús. kr.
 • Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar: Þjálfun í bog-og skotfimi - 50.000 þús. kr.
 • Vestri - Hjólreiðar: Barna og byrjendavænt hjólreiðasvæði - 50.000 þús. kr.
 • Act alone: Leiklistarhátíð - 100.000 þús. kr.
 • Ágúst G. Atlason: Ljósmyndanámskeið fyrir unga fólkið - 100.000 þús. kr.
 • Blakdeild Vestra: Kaup á keppnisblakboltum - 100.000 þús. kr.
 • Héraðssamband Vestfirðinga: Fræðsluverkefni um næringu - 100.000 þús. kr.
 • Rauði krossinn á n Vestfjörðum: Kaup á tækjum og búnaði fyrir skyndihjálp - 100.000 þús. kr.
 • Sunddeild UMFB: Endurnýjun á búnaði - 100.000 þús. kr.
 • Björgunarbátasjóður Vestfjarða: Kaup á björgunarskipi - 150.000 þús. kr.
 • Björgunarfélag Ísafjarðar: Kaup á snjóflóðaýlum - 150.000 þús. kr.
 • Björgunarsveitin Kofri/Slysavarnardeild Súðavíkurhrepps: Endurnýjun vélsleða - 150.000 þús. kr.
 • Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri: Ljósbúnaður á björgunarbát - 150.000 þús. kr.
 • Björgunarsveitin Tindar: Kaup á harðborna björgunarbáti - 150.000 þús. kr.
 • Knattspyrnufélagið Hörður: Unglingastarf og mótshald - 150.000 þús. kr.
 • Golfklúbbur Bíldudals: Golfkennsla og aðstaða - 50.000 þús. kr.
 • Héraðssambandið Hrafna-Flóki: Grindur til grindahlaups - 100.000 þús. kr.
 • Íþróttafélag Bílddælinga: Barnastarf og búnaður - 100.000 þús. kr.
 • Tónlistarskóli Vesturbyggðar: Kaup á flygli - 100.000 þús. kr.
 • Ungmennafélag Tálknafjarðar: Kaup á hraðaklukku til þjálfunar - 100.000 þús. kr.
 • Björgunarbátasjóður barðastrandasýslu: Flotgallar á björgunarskipið Vörð ll - 150.000 þús. kr.
 • Björgunarsveitin Blakkur: Kaup á flotgöllum og björgunarvestum - 150.000 þús. kr.
 • Björgunarsveitin Kópur Bíldudal: Kaup á Tetra talstöðvum - 150.000 þús. kr.
 • Rafstöðin, félagasamtök: Sögusýning í gömlu rafstöðinni Bíldudal - 150.000 þús. kr.
 • Elín Agla Briem / Þetta Gimli: Námskeiðahald og viðhald menningu í Árneshreppi - 50.000 þús. kr.
 • Sauðfjársetur á Ströndum: Náttúrubarnahátíð 2019 - 50.000 þús. kr.
 • Geislinn: Kaup á ærslabelg - 100.000 þús. kr.
 • Ungmennafélagið Afturelding Reykhólahreppi: Íþróttir og þjálfun - 100.000 þús. kr.
 • Björgunarsveitin Björg Drangsnesi: Kaup á nýjum utanborðsmótorum - 150.000 þús. kr.
 • Björgunarsveitir Heimamenn: Efling björgunarsveitar - 150.000 þús. kr.
 • Skiðafélag Strandamanna: Lýsing í skíðabraut Selárdal - 150.000 þús. kr.

Nánari upplýsingar eru á vef Orkubúsins og á facebook síðu Orkubúsins eru fleiri myndir frá afhendingu samfélagsstyrkjanna.

Eldri fćrslur
« Mars »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Nćstu atburđir
Vefumsjón