Sláttur opinna svæða
Dagsetning opnunar: 26. apríl 2023.
Tálknafjarðarhreppur óskar eftir tilboðum í verkið „Sláttur opinna svæða“.
Um er að ræða slátt á opnum svæðin ásamt lóðum stofnana hreppsins.
Helstu stærðir eru:
Sláttur 39.000 m² pr skipti
Sláttur 234.000 m² pr ár
Samningur er til þriggja ára, til 1. október 2025 með framlengingarákvæði til 1. október 2027.
Útboðsgögn verða á afhent í tölvupósti, frá og með 3. apríl 2023. Vinsamlega sendið tölvupóst á jbh@verkis.is og óskið eftir gögnum. Tilboðin verða opnuð hjá Tálknafjarðarhreppi, Strandgötu 38, 26. apríl 2023 klukkan 11:30 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Umsjónarmaður eigna og hafnarvörður
Tálknafjarðarhreppur auglýsir laust til umsóknar 100% starf umsjónarmanns eigna og hafnarvarðar.
Leitað er að úrræðagóðum einstaklingi sem er lipur í mannlegum samskiptum, með vilja til að taka ábyrgð og getu til að sýna frumkvæði í starfi.
Starfsmaðurinn mun annast almenna starfsemi Tálknafjarðarhafnar og þjónustu við viðskiptavini hennar. Sér um vigtun sjávarafla og skráningu upplýsinga vegna gjaldtöku á höfninni. Hefur eftirlit með eignum sveitarfélagsins, sinnir léttum viðhaldsverkefnum og kallar til þjónustuaðila eftir því sem við á.
Starfsmaður verður að hafa löggildingu vigtarmanns, hafa almenn ökuréttindi, hafa vinnuvélaréttindi, hafa grunnþekkingu í tölvuvinnslu og getu til að vinna við algengustu forrit. Leitað er að einstaklingi með góða íslenskukunnáttu, getu til samskipta á ensku og a.m.k. tveggja ára reynslu af iðnstörfum sem nýtast í starfinu.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til þess að sækja um. Vakin er athygli á því að umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir til að framvísa sakavottorði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Ólafsson sveitartjóri í síma 450-2500 eða sveitarstjori@talknafjordur.is
Umsóknareyðublöð er að finna á talknafjordur.is og skila skal umsóknum á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, Tálknafirði.
Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 17. apríl 2023.
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með þriðjudagsins 25. apríl 2023.
Aðalskipulag Tálknafjarðarhrepps 2019-2035
Í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með kynnt vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi Tálknafjarðarhrepps 2019-2035.
Vinnslugögnin eru hér á heimasíðu sveitarfélagsins undir flipanum skipulagsmál en gögnin samanstanda af greinagerð og umhverfismatsskýrslu, sveitarfélagsuppdrætti og þéttbýlisuppdrætti. Hægt er að kynna sér skipulagsgögnin undir eftirfarandi slóð: https://storymaps.arcgis.com/stories/e964eda14ee94147a19de2e13365b420
Þeir sem vilja koma með ábendingar eða athugasemdir við vinnslugögn/vinnslutillögu geta skilað þeim á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is fyrir lok dags 5. maí 2023.
Endanleg tillaga verður kynnt almenningi með formlegum hætti og auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 síðar á árinu þar sem öllum gefst aftur tækifæri á að koma með athugasemdir.
Sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps
Sveitarstjórnarfundur
Boðað er til 610. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps sem fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins að Strandgötu 38, þriðjudaginn 28. mars 2023 og hefst kl. 17:00.
Sjá fundarboð hér (.pdf)
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri
Árshátíð Tálknafjarðarskóla
Miðvikudaginn 29. mars kl. 17:00 verður haldin árshátíð skólans í Íþróttamiðstöðinni.
Verið velkomin að koma og sjá nemendur sýna listir sínar á sviði.
Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri, sem foreldrafélagið innheimtir. Foreldrafélagið munu einnig sjá um veitingar í lok sýningar.
Vonumst til að sjá sem flesta.
talknafjardarskoli.is/
Fleiri fréttir
Fundargerðir
- Fræðslunefnd | 10. fundur 11. maí 2023
- Skipulagsnefnd | 9. fundur 16. maí 2023
- Umhverfis- og byggingarnefnd | 9. fundur 17. maí 2023
- Atvinnu- og hafnarnefnd | 42. fundur 10. maí 2023
- Sveitarstjórn | 613. fundur 23. maí 2023
- Sjá allar fundargerðir