A A A

Stefnt ađ ţví ađ sundlaugin opin í nćstu viku

Eins líklega flestum er kunnugt um hafa framkvæmdir verið í gangi í íþróttamiðstöðinni undarfarna mánuði og hún því verið lokuð. Eins og stundum vill gerast í flóknum verkefnum hefur tímaáætlun verkefnisins ekki alveg staðist og því hefur dregist að hægt sé að opna sundlaugina. Nú sér loks til lands í því og allt bendir til þess að hægt verði að opna laugina í næstu viku þó núna sé ekki hægt segja nákvæmlega á hvaða degi vikunnar. Líkamsræktaraðstaðan opnar svo fljótlega á eftir sundlauginni og stóri íþróttasalurinn verður tilbúinn áður en skólastarf hefst aftur í haust.

ÓÞÓ

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 574. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps fimmtudaginn 10. júní 2021. Fundurinn fer fram á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 og hefst kl. 18:00.

Sjá fundarboð hér (.pdf)
 
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri

Menningarhátíđ í Café Dunhaga Tálknafirđi í sumar

Café Dunhagi
Café Dunhagi
1 af 3

Rithöfundar, skáld og sviðslistamenn stíga á stokk í gamla samkomuhúsinu Dunhaga sem er eitt af elstu samkomuhúsum landsins en það var vígt árið 1933. Í dag rekur Dagný Alda veitingastað á neðri hæð hússins en hún er núverandi eigandi þess. Uppi á lofti er sjálfur samkomusalurinn þar sem menningarhátíðin fer fram.
 
Dagskráin hefst um næstu helgi laugardaginn 12. júní kl. 20.30 og er öllum opin og ókeypis aðgangur. Listamennirnir munu lesa, sýna og spjalla um verk sín við gesti. Það er von okkar að íbúar Vestfjarða sem og ferðamenn geti notið góðs af dagskránni og því mikilvægt að hún fái góða kynningu.  

 

Frekari upplýsingar veitir Hlín Agnarsdóttir, sími 8637153. 

 

Lau. 12. júní - Dagný Maggýjar rithöfundur talar um bækur sínar sem eru orðnar sex talsins m.a. Bruninn í Skildi 1935  og Á Heimsenda en í henni fjallar Dagný um sögu móður sinnar sem hún missti í sjálfsvígi.

 

Fös. 18. júní - Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og sviðslistafræðingur skrifaði m.a. Hilduleik 2020. Í þetta sinn ætlar hún að tala um og lesa upp úr nýrri bók sem væntanleg er í haust og fjallar m.a. um dvöl hennar í Tálknafirði þegar hún var þar í sveit sem barn.

 

Lau. 19. júní - Elísabet Jökulsdóttir skáldkona er landsfræg fyrir ljóð sín og smásögur. Í þetta sinn talar hún um og les upp úr Aprílsólarkuldi en fyrir þá bók hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020.

 

Fös. 25. júní - Þorvaldur Kristinsson rithöfundur hefur m.a. skrifað ævisögur Lárusar Pálssonar leikara og Helga Tómassonar listdansara. Hér ætlar hann talar um bók sína Ef vin þú átt sem hann skrifaði 1994 um Aðalheiði Hólm Spans frá Eysteinseyri í Tálknafirði en bókin verður endurútgefin í ár.

 

Fös. 2. og lau. 3. júlí - Bjarni Snæbjörnsson sviðslistamaður á rætur að rekja til Tálknafjarðar. Nú frumsýnir hann einleikinn Góðan dag faggi í samstarfi við Þjóðleikhúsið sem er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur. Leikstjóri er Gréta Kristín Ómarsdóttir.

 

Fös. 9. júlí - Anton Helgi Jónsson er eitt af afkastamestu ljóðskáldum þjóðarinnar og stendur fyrir ljóðavefnum anton.is. Síðasta ljóðabók hans heitir Handbók um ómerktar undankomuleiðir. Eins og sönnu fjallaskáldi sæmir ætlar Anton Helgi að lesa ljóð og kvæði sem snúast um fjöll og fjallgöngur.

 

Lau. 17. júlí - Bergsveinn Birgisson er einn af okkar fremstu rithöfundum og verðlaunaður í bak og fyrir. Hann skrifaði m.a. Svar við bréfi Helgu og Lifandi lífslækur. Hér ætlar hann að tala um bók sína Leitin að svarta víkingnum.

 

Nánari upplýsingar um hvern viðburð má nálgast á facebook.com/menningdunhagi 
 

Ţađ styttist í ađ sundlaugin opni

Þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að klára þær framkvæmdir í Íþróttamiðstöðinni sem snúa  að sundlauginni. Eins og getur gerst í stórum verkefnum hefur það því miður tafist. Ekki er hægt að gefa út staðfesta dagsetningu á því hvenær sundlaugin verður opnuð á ný en allir eru að gera sitt besta til að það geti orðið á allra næstu dögum  Ef fólk hefur áhuga á því að flýta fyrir er hægt að koma og hjálpa starfsfólki Íþróttamiðstöðvar við þrif og frágang.
Þau sem hafa áhuga á því eru beðin um að hafa samband við Bjarnveigu forstöðumann í síma 846-4713.

Skólaslit Tálknafjarđarskóla 2021

Skólaslit Tálknafjarðarskóla fara fram föstudaginn 28. maí kl. 17:00 í Tálknafjarðarkirkju.

Götusópur á ferđinni

Um næstu helgi, 29. og 30. maí, verður götusópur á ferðinni um götur Tálknafjarðar. Til að tryggja sem bestan árangur af yfirferð tækisins er fólk beðið um að geyma ökutæki annars staðar en við gangstéttarkant þessa daga sem hann verður að störfum.

Eldri fćrslur
« September »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Nćstu atburđir
Vefumsjón