A A A

1. sćti í Landsbyggđavinaverkefninu-Framtíđin er núna

Gaman er að segja frá því að verkefnið Hjólabrettapallur á Tálknafirði hlaut 1. verðlaunasætið ásamt verkefninu Hamingjudögum á Hólmavík í Landsbyggðavinaverkefninu – Framtíðin er núna. Að verkefninu standa nemendur úr 9. og 10. bekk skólans þær; Aníta Steinarsdóttir, Halldóra Aðalsteinsdóttir, Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir og Þórunn María Jörgensdóttir. 
 

Hjartanlega til hamingju með frábært verkefni !
 

Verðlaunaafhending fer fram í Norræna húsinu sunnudaginn 26. maí næstkomandi.
 

Skemmst er frá að segja að bæði verkefnið Hjólabrettapallur á Tálknafirði og verkefnið Jörðmynd sem tók einnig þátt í keppninni hafa sent inn erindi til sveitarstjórnar til þess að óska eftir aðstoð við að hrinda verkefninu í framkvæmd. Erindi beggja hópanna verður tekið til umræðu á næsta sveitarstjórnarfundi Tálknafjarðarhrepps sem haldinn verður þann 27. júní næstkomandi. Það verður því spennandi að fylgjast með framhaldinu.
 

Þátttaka í þessu verkefni er liður í að rækta markvisst þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Lýðræði er einn af þeim grunnþáttum sem mynda kjarna menntastefnu landsins.

Tekið af vef Tálknafjarðarskóla.

Tálknafjarđarskóli auglýsir lausar stöđur umsjónarkennara og stundakennara

Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþróttaálfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann allan af skipulögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og ferðaþjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri.
 

Í Tálknafjarðarskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður:
 

Tvær stöður umsjónarkennara á grunnskólastigi (100% starf). Fjölbreytt og skemmtileg störf sem fela m.a. mögulega í sér list- og verkgreinakennslu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla

 • Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum

 • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

 • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

 • Reglusemi og samviskusemi

 • Hefur hreint sakarvottorð

 

Stöður stundakennara (10% – 40% starfshlutfall). List- og verkgreinakennsla, mögulega tilfallandi kennsla í samþættum verkefnum þvert á námsgreinar.
 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla

 • Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum

 • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

 • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum

 • Reglusemi og samviskusemi

 • Hefur hreint sakarvottorð

 

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin.

Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2019.

 

Upplýsingar gefur Birna Hannesdóttir skólastjóri í síma 456-2537, 868-3915.

Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið skolastjori@talknafjordur.is

og verður móttaka umsókna staðfest.

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2019
 

Hreyfivika á Tálknafirđi 13.-19.maí 2019

1 af 2

Ágætu bæjarbúar.

Haldinn hefur verið hreyfimánuður í Tálknafjarðarskóla þar sem nemendur og starfsfólk hafa verið hvött til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Nú langar okkur að hafa hreyfiviku fyrir bæjarbúa þar sem markmiðið er að vekja alla til umhugsunar um hreyfingu og hollustu. Ýmislegt er í boði og vonandi taka sem flestir þátt. Klæðum okkur bara vel eftir veðri.

Fyrst og fremst hvetjum við alla til að leggja bílnum og fara gangandi eða hjólandi í vinnuna þessa viku. Munum að jákvætt hugarfar er smitandi .

Í boði verður:

 • Mánudagur 13.maí kl: 17. Opinn zumbatími hjá Mayu.

 • Miðvikudaginn 15.maí kl: 19:30. Göngutúr í skógræktinni og útijóga. Hittumst hjá Túngötu 39 og göngum þaðan.

 • Fimmtudaginn 16.maí kl: 19:30 Sjósund. Munið þið hvað það var gaman í fyrra 😊 Hittumst við pollinn.

 • Föstudaginn 17.maí kl: 17. Leikir á Tungutúni í umsjá U.M.F.T.

 • Laugardagur 18.maí kl: 13 Hjólreiðatúr út með firði. Tökum með nesti, hittumst við búðina og leikum okkur í fjörunni ef veður leyfir.

 • Sunnudagur 19.maí. kl: 11. Fjallganga. Gengið upp Álftadal. Fer eftir veðri, vindum og áhuga hvað farið er langt. Hittumst hjá Hrauni. Gott að taka með smá nesti.

Tökum þátt og höfum gaman saman.

Tálknafjarðarskóli

Verkefni Landsbyggđavina

Fimmtudaginn 9. maí bauð 9.-10. bekkur á opið hús í Tálknafjarðarskóla til þess að fylgjast með úrslitakeppni um verkefni Landsbyggðavina sem nemendur gerðu til að fegra, breyta og bæta bæinn sinn, Tálknafjörð. Gaman var að sjá hversu margir voru komnir til að fylgjast með; foreldrar, kennara og sveitarstjórnarfólk.
 

Fríða Vala Ásbjörnsdóttir formaður Landsbyggðavina kom til þess að fylgjast með kynningu nemendanna og í dómnefnd sátu þeir Páll Líndal, Ph.D í umhverfissálfærði, stundakennari við HÍ, Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson Ph.D. í lífrænni efnafærði, dósent við HÍ, og Freyja Magnúsdóttir fulltrúa atvinnulífsins á Tálknafirði.
 

Í verkefniLandsbyggðavina: Framtíðin er núna fengu nemendur það verkefni að hugleiða hvaða tækifæri og auðlegð búi í þorpinu sínu. Þrjú verkefni komust í úrslit:

 • Þyrlupallur á Tálknafirði

 • Jörðmynd

 • Hjólabrettagarður á Tálknafirði.

Dómnefndin var sammála um ágæti allra verkefnanna og Páll Líndal, formaður dómnefndar, hvatti nemendur til þess að halda áfram með verkefnin. Gaman er að segja frá því að hópar tveggja verkefna hafa áframsent erindi til sveitarstjórnar vegna verkefnanna. Verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.

Tekið af vef Tálknafjarðarskóla.

Eldri fćrslur
« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Nćstu atburđir
Vefumsjón