A A A

Grenndarkynning -Hrafnadalsvegur 1

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur samþykkt að grenndarkynna lóðarstækkun sem og uppsetningu á segldúkstjaldi við Hrafnadalsveg 1 í samræmi við ákvæði 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Grenndarkynning felst í því að nágrönnum sem taldir eru geta átt hagsmuna að gæta er gefinn  kostur á að tjá sig um breytingar í þegar byggðu hverfi þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag.
 

Frestur til að gera athugasemdir er til 28. október og skulu þær berast á netfangið talknafjordur@talknafjordur.is eða á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38, 460 Tálknafirði.

 

Skipulagsfulltrúi Tálknafjarðarhrepps

Fjallskil - verk­taka

Sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur auglýsa eftir aðila/aðilum í verktöku til að sinna fjallskilum í landi sveitarfélaganna og ábendingum sem kunna að berast um óskilafé í samræmi við ákvæði laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986 og fjallskilasamþykkt.
 

Leitað er að öflugum aðila/aðilum sem eru líkamlega hraustir og þekkja vel til landsvæðis sveitarfélaganna.
 

Meginverkefni

· Sinnir fjallskilum í landi sveitarfélaganna skv. fjallskilaseðli hvers árs.

· Tekur við ábendingum um óskilafé og skipuleggur leitir.

· Kemur heimtu fé til réttra búfjáreigenda og ómörkuðu fé í slátrun.
 

Hæfniskröfur

· Góð þekking á svæðinu

· Reynsla af smalamennskum er kostur

· Sjálfstæði og skipulagshæfileikar

· Hæfni og lipurð í samskiptum og samvinnu

· Gilt skotvopnaleyfi
 

Umsóknafrestur er til og með 4. október 2019.
 

Nánari upplýsingar um starfið veita:
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í baejarstjori@vesturbyggd.is eða í síma 450-2300.

Bryndís Sigurðardóttur, sveitarstjóri í sveitarstjori@talknafjordur.is eða í síma 450-2500.

 

Auglżsing um styrki vegna nįmskostnašar eša verkfęra- og tękjakaupa fatlašs fólks

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 25. grein laga nr. 37/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Byggðasamlaginu er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

 

Umsóknafrestur er til 24. október 2019 og skulu umsóknir berast til félagsþjónustu lögheimilisveitarfélags, umsóknaeyðublöð og reglur um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa eru að finna hjá viðkomandi félagsþjónustu.

 

Nżr forstöšumašur Tunglsins

Tálknafjarðarhreppur kynnir til leiks Valdimar Hermann Hannesson sem nýjan forstöðumann Tunglsins. Tunglið er félagsmiðstöð ætluð ungmennum í 7.-10. bekk grunnskólans. Opið er í Tunglinu tvö kvöld í viku í tvo tíma í senn.
  

Valdimar Hermann, eða Lalli eins og hann er gjarnan kallaður, hyggst blása auknu lífi í starfið og hafa krakkarnir þegar hafist handa við að gera Tunglið að sínu með listaverkum á veggi. Óskum við þess að Lalli og ungmennin njóti góðs af samstarfi sínu í vetur.

Eldri fęrslur
« Nóvember »
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Nęstu atburšir
Vefumsjón