A A A

Tillaga ađ breytingu á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. í Patreks- og Tálknafirđi

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. vegna laxeldis í Patreks- og Tálknafirði. Um er að ræða breytingu á staðsetningu eldissvæðis fyrirtækisins í Patreksfirði, viðauki I og II.
 

Umhverfisstofnun telur að mengun verði aðallega í formi lífræns úrgangs (bæði í föstu og uppleystu formi) frá eldinu og muni berast í viðtakann. Að mati stofnunarinnar eru áhrif mengunarinnar afturkræf og munu því ekki hafa varanleg áhrif á umhverfið. Eldið er kynslóðaskipt og svæði hvíld á milli kynslóða þannig að botninn jafni sig á milli. Breyting á eldissvæði mun ekki breyta afstöðu Umhverfisstofnunar hvað varðar lífrænt álag enda munu kröfur um vöktun í starfleyfi haldast óbreyttar. Er það einnig mat stofnunarinnar að breytingin væri ekki líkleg til að auka á lífrænt álag í firðinum heldur sé hún til þess fallin að draga úr neikvæðum umhverfisaðstæðum.
 

Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg hjá sveitarstjórn Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps á tímabilinu 7. júní – 9. júlí 2018.
 

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 9. júlí 2018.

Tillöguna ásamt gögnum má finna hér að neðan.

https://ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2018/06/07/Tillaga-ad-breytingu-a-starfsleyfi-Arctic-Sea-Farm-hf.-i-Patreks-og-Talknafirdi/

Tillaga ađ breytingu á starfsleyfi Fjarđalax ehf. í Patreks- og Tálknafirđi

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi fyrir Fjarðalax ehf. vegna laxeldis í Patreks- og Tálknafirði. Um er að ræða breytingu á staðsetningu eldissvæðis fyrirtækisins í Patreksfirði, viðauki I og II.
 

Umhverfisstofnun telur að mengun verði aðallega í formi lífræns úrgangs (bæði í föstu og uppleystu formi) frá eldinu og muni berast í viðtakann. Að mati stofnunarinnar eru áhrif mengunarinnar afturkræf og munu því ekki hafa varanlega áhrif á umhverfið. Eldið er kynslóðaskipt og svæði hvíld á milli kynslóða þannig að botninn jafni sig á milli. Breyting á eldissvæði mun ekki breyta afstöðu Umhverfisstofnunar hvað varðar lífrænt álag enda munu kröfur um vöktun í starfleyfi haldast óbreyttar. Er það einnig mat stofnunarinnar að breytingin væri ekki líkleg til að auka á lífrænt álag í firðinum heldur sé hún til þess fallin að draga úr neikvæðum umhverfisaðstæðum.
 

Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg hjá sveitarstjórn Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps á tímabilinu 7. júní – 9. júlí 2018.
 

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 9. júlí 2018.

Tillöguna ásamt gögnum má finna hér að neðan.

https://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2018/06/07/Tillaga-ad-breytingu-a-starfsleyfi-Fjardalax-ehf.-i-Patreks-og-Talknafirdi/

Tálknafjörđur - Opiđ bókhald

Nú er verið að ljúka við tenginu á opnu bókhaldi hjá Tálknafjarðarhrepp. Með því geta íbúar séð hvernig tekjur skiptast og hvernig þeim er ráðstafað.

 

Meðfylgjandi er dæmi um birtingu gagna, tekið skal fram að gögn sem hér birtast miðast við afmarkað tímasvið og því eru t.d umfang lánadrottna ekki að gefa rétta mynd á ársgrunni.
 
Tálknafjörður - Opið bókhald (.pdf)

                    Indriði Indriðason, sveitarstjóri

Kynningarfundir um tillögu ađ matsáćtlun fyrir framkvćmdir á Dynjandisheiđi

Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði.

Mat á umhverfisáhrifum - tillaga að matsáætlun í kynningu.
 

Fyrirhugað er að endurbyggja Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði, á kafla sem nær frá Hörgsnesi í Vatnsfirði, langleiðina að Mjólkárvirkjun í Borgarfirði. Einnig er fyrirhugað að endurbyggja Bíldudalsveg (63) á kafla sem nær frá Bíldudalsflugvelli á Hvassnesi að Vestfjarðavegi í Helluskarði á Dynjandisheiði. Framkvæmdin er í tveimur sveitarfélögum, Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Hún ásamt Dýrafjarðargöngum er lokahnykkurinn við gerð heilsárshringvegar um Vestfirði.

 

Kynningarfundir

Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og mun halda kynningarfundi um hana á eftirtöldum stöðum:

- Mánudaginn 11. júní í Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl. 17:00.

- Þriðjudaginn 12. júní í Félagsheimili Patreksfjarðar á Patreksfirði kl. 17:00.
 

Allir eru velkomnir

 

Frestur til athugasemda er til 15. júní 2018.

Tillaga að matsáætlun og fylgiskjöl eru aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar og á heimasíðu Skipulagsstofnunar

Einnig má nálgast tillöguna hjá Skipulagsstofnun. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 15. júní 2018 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.Eldri fćrslur
« September »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            
Nćstu atburđir
Vefumsjón