A A A

Spurt og svarađ um grímunotkun

Þriðjudaginn 25. maí s.l.  tóku í gildi nýjar reglur um grímunotkun. Vegna þessa hefur Heilbrigðisráðuneytið tekið saman leiðbeiningar þar sem ýmsum spurningum um grímunotkun er svararð. Hægt er að sjá leiðbeiningar ráðuneytisins á þessari heimasíðu:

https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/covid-19/spurt-og-svarad-um-grimunotkun/

 

Íţrótta- og tómstundafulltrúi á sunnanverđum Vestfjörđum

Héraðssambandið Hrafna-Flóki (HHF), Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur auglýsa hér með eftir íþrótta- og tómstundafulltrúa í fullt starf á sunnaverðum Vestfjörðum. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi til að halda uppi góðu og faglegu starfi í íþrótta- og tómstundamálum fyrir alla aldurshópa. Ráðningasamband er við Vesturbyggð og er næsti yfirmaður sviðsstjóri fjölskyldusviðs Vesturbyggðar.

 

Meginverkefni

 • Heldur utan um verkefni er varða eflingu íþrótta- og tómstundastarfs

 • Er framkvæmdastjóri HHF og starfar með stjórn

 • Vinnur að framkvæmd og stefnu stjórnar/héraðsþings HHF og stefnu sveitarfélaganna á sviði íþrótta- og tómstunda

 • Kemur að vinnslu verkefna er varða lýðheilsu á vegum sveitarfélaganna og skal hafa frumkvæði að samskiptum og aðgerðum til að styrkja íþrótta- og tómstundamál á sunnanverðum Vestfjörðum

 • Hefur yfirumsjón með íþróttaskóla sveitarfélaganna

 • Hefur umsjón með íþróttavöllum í sveitarfélögunum

 • Heldur utan um sameiginleg verkefni m.a. almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum

 • Hefur yfirumsjón með starfsemi félagsmiðstöðva og heldur utan um vinnuskóla sveitarfélaganna

 • Starfar með ungmennaráðum sveitarfélaganna

 

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði, svo sem á sviði íþrótta, kennslu eða tómstunda

 • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

 • Reynsla og þekking á þjálfun æskileg

 • Íslenskukunnátta í ræðu og riti skilyrði

 • Enskukunnátta æskileg

 • Rík krafa um frumkvæði og framkvæmdagleði

 • Sjálfstæði í störfum og góð skipulagshæfni

 • Rík og góð samskiptahæfni og þjónustulund við alla aldurshópa

 • Jákvæðni og aðlögunarhæfni

 

Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2021

 

Laun eru samkvæmt samningum sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2021. Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 450-230 eða arnheidur@vesturbyggd.is.

 

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og fleira skal senda netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt: Umsókn – Íþrótta- og tómstundafulltrúi.

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í starfið.

 

Mínar síđur hjá Póstinum

Pósturinn vill vekja athygli á því að „Mínar síður „ er þjónustuvefur Póstsins fyrir einstaklinga.

 

Þar getur fólk séð yfirlit yfir sín viðskipti og valið þjónustusnið sem hentar:

 • Þú getur valið hvernig þú vilt fá sendingar afhentar
 • Þú getur virkjað sjálfvirkar greiðslur og fengið afslátt af umsýslugjöldum
 • Þú getur fylgst nákvæmlega með öllum sendingum til og frá þér
 • Þú getur breytt heimilisfangi, símanúmeri og greiðslukortaupplýsingum
 • Fáðu allar tilkynningar beint til þín á vefnum og í símann
 • Skráðu þig með einföldum hætti með rafrænum skilríkjum

 

Hægt er að ná í snjallforrit Póstsins í App Store eða Play Store og fá þannig aðgang að Mínum pósti beint í símann.

 

Nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu Símans:

https://posturinn.is/minar-sidur

Viltu verja sumrinu á Vestfjörđum?

Vestfjarðastofa leitar að nemum með áhuga og þekkingu á  skipulagsmálum, umhverfismálum, gagnasöfnun og miðlun gagna.
 

Skilyrði og forsendur:

 • Sumarstörf eru fyrir námsmenn milli anna (þ.e. séu að koma úr námi og séu skráðir í nám að hausti).

 • Námsmenn þurfa að vera að lágmarki 20 ára á árinu.

 • Ráðningartími er 10 vikur á tímabilinu 1. júní – 31. ágúst.

Störfin sem auglýst eru snúa að kortlagningu og greiningu innviða á Vestfjörðum, söfnun og miðlun gagna því tengt.  Jafnframt vinna með gagnasöfn og skráningu á vef.
 

Hæfniskröfur:

 • Góð tölvu- og tæknifærni

 • Hugarfar sköpunar, grósku og nýsköpunar

 • Þjónustulund og jákvæðni

 • Góð tal- og ritfærni

Viðkomandi getur unnið á einhverri af fjórum starfsstöðvum Vestfjarðastofu; Ísafirði, Patreksfirði, Hólmavík eða Þingeyri.
 

Störfin hljóta stuðning úr átaksverkefni um fjölgun sumarstarfa. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum FOS Vest við Samband íslenskra sveitarfélaga.
 

Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2020.
 
Nánari upplýsingar veitir: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir (sirry@vestfirdir.is)
 
Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið sirry@vestfirdir.is merkt: Sumarstarf

Lýđskólinn á Flateyri

Viltu stunda nám án áherslu á einingar og próf? Taka frá heilan vetur til prófa hvað í þér býr? Viltu velja þér ný viðfangsefni við nýjar aðstæður með nýjum vinum?

 

Lýðskólinn á Flateyri auglýsir eftir umsóknum einstaklinga sem langar að efla sig og þroskast í nánu samneyti við náttúruna og samfélagið í vestfirsku þorpi. Kennsla hefst í september 2021. Umsóknir fara fram á  vefsvæði skólans www.lydflat.is þar sem nálgast má upplýsingar um skólann, kennara og námsframboð. Þá má nálgast kynningarefni á Instagram síðu. Tenglar á þessar síður er að finna á www.lydflat.is

 

Umsóknarfrestur er til 15. júní og afgreiðsla umsókna er þegar hafin. Umsóknir eru afgreiddar jafnóðum og þær berast.

 

Umsækjendur eru hvattir til að sækja um sem fyrst til að auka líkur á inntöku. Það er takmarkað pláss á hverri önn, fyrstir koma, fyrstir fá. Ef nemendur sækja um og það er þegar orðið fullt er þeim boðið að vera á biðlista og/eða fá pláss á næstu önn.

 

Hver sem náð hefur 18 ára aldri við upphaf námsannar getur sótt um skólavist við Lýðskólann á Flateyri. Við leitum eftir nemendum sem eru áhugasamir, viljugir og tilbúnir til að taka þátt, deila ábyrgð og prófa eitthvað nýtt.

 

Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til 573. fundar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps miðvikudaginn 12. maí 2021. Fundurinn fer fram á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps að Strandgötu 38 og hefst kl. 18:00.
 

Sjá fundarboð hér (.pdf)
 
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri
 

Eldri fćrslur
« September »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Nćstu atburđir
Vefumsjón