A A A

Snjóathuganamašur į Tįlknafirši

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða snjóathugunarmann til starfa á Tálknafirði. Einnig kemur til greina að viðkomandi sé staðsettur á Patreksfirði. Um er að ræða starf í tímavinnu, sem alla jafna er unnið á tímabilinu 15. október til 15. maí.
 

Helstu verkefni og ábyrgð
Snjóathugunarmaður fylgist með snjóalögum og veðri í nágrenni við sitt byggðalag og aðstoðar við að meta yfirvofandi hættu á snjóflóðum. Einnig sinnir snjóathugunarmaður reglulegum mælingum á snjó, mælir snjóflóð sem falla og skrifar um þau skýrslur.
 

Hæfnikröfur
Umsækjandi verður að þekkja vel til veður- og snjóaðstæðna á svæðinu. Hann verður að geta gert snjóathuganir til fjalla, jafnvel við erfiðar aðstæður, og starfað undir miklu álagi þegar hættuástand skapast. Viðkomandi þarf að vera áreiðanlegur, nákvæmur og hafa góða samskiptahæfileika.
 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Gildi Veðurstofu Íslands eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni munu taka mið af þessum gildum.

Nýr starfsmaður mun fá þjálfun í öryggisatriðum sem tengjast starfinu og mati á snjóflóðahættu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
 

Starfshlutfall er 10 - 20%
Umsóknarfrestur er til og með 07.10.2019
 

Nánari upplýsingar veitir:
Harpa Grímsdóttir - harpa@vedur.is - 5226000
Borgar Ævar Axelsson - borgar@vedur.is - 5226000

Smelltu hér til að sækja um starfið


 

Ķbśafundur

1 af 2

Þann 7. október kallar sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps sveitunga sína til fundar. Tilgangurinn er að leita eftir hugmyndum og áherslum íbúa sveitarfélagsins.

Vinna við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er hafin og kjörið tækifæri að hafa áhrif á sitt nærsamfélag.

Staður: Tálknafjarðarskóli
Dagur: mánudagurinn 7. október
Stund: 18:00 – 21:00

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps

Ólympķuhlaup ĶSĶ

1 af 4

Ólympíuhlaup ÍSÍ sem áður var kallað Norræna skólahlaupið fór fram þriðjudaginn 10. september í flottu veðri. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skóla til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur velja á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fá þátttakendur viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt.
  

Í Tálknafjarðarskóla hlupu 42 nemendur samtals 141 km og stóðu sig allir vel. Í ár var fyrsta skiptið sem leikskólinn tók þátt og stóðu þau sig vel eins og allir nemendur skólans.
 

Breyting į Ašalskipulagi Tįlknafjaršarhrepps - Dunhagi

Samþykkt aðalskipulagsbreytingar um breytta landnotkun við Dunhaga, svæði fyrir þjónustustofnun breytt yfir í verlsunar – og þjónustusvæði.

 

Hreppsnefnd Tálknafjarðar samþykkti 12. september aðalskipulagsbreytingu um breytta landnotkun við Dunhaga og breytta afmörkun svæðisins. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn hreppsnefndar.

Ekki voru gerðar breytingar á skipulagstillögunnni m.t.t. athugasemda. Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga um aðalskipulagið og niðurstöðu hreppsnefndar geta snúið sér til sveitarstjóra, Strandgötu 38.

 

Sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps

 

Eldri fęrslur
« Nóvember »
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Nęstu atburšir
Vefumsjón